Fleiri fréttir

Spurning um trúverðugleika bankans

Seðlabankinn tapaði trúverðugleika í gær, segir Greining Íslandsbanka, með of lítilli stýrivaxtahækkun. Bankinn segir að krónan veikist eftir helgi.

Byggðastofnun ósammála skýrslu

Byggðastofnun gerir alvarlegar athugasemdir við skýrslu Stjórnahátta um útlánatap stofnunarinnar. Byggðstofnun segir að upplýsingar í skýrslunni um útlán og afskriftarreikning útlána standist ekki.

Hreinsaður af vísindavefnum

Svör Stefáns H. Ófeigssonar geimverkfræðings hafa verið fjarlægð af Vísindavef Háskóla Íslands. Virðist þetta hafa verið gert í kjölfar þess að Stefán var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottalega nauðgun þar sem hann er talinn hafa beitt svefnlyfi á fórnarlamb sitt.

Fjárnám án árangurs eykst

Árangurslaust fjárnám í eignum fólks undir þrítugu, er þrjátíu prósentum algengara nú en það var árið 2001. Þetta kom fram í svari Björns Bjarnasonar dómsmálaráð­herra við fyrirspurn Valdimars L. Friðriks­sonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Strætó bætir við leiðum

Stjórn Strætó bs. ræðir nú róttækar breytingar á nýja leiðakerfinu. Þær felast meðal annars í því að bæta við þremur nýjum leiðum.

Ríkið borgi yfir 24 milljónir

Hjónum og tólf ára gömlum fjölfötluðum syni þeirra hafa verið dæmdar rúmlega 24,2 milljónir króna í bætur, auk vaxta, vegna mistaka starfsfólks Landspítalans á meðgöngu og við fæðingu drengsins. Málið var höfðað árið 2002 á hendur ríkinu, en því var einnig gert að greiða þrjár milljónir í málskostnað. Heildarkrafa fólksins hljóðaði hins vegar upp á rúmar 70 milljónir króna.

Ógildir úrskurð engu að síður

Hæstiréttur felldi í gær úr gildi þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, væri ekki bær til þess að fara með ákæruvald í þeim hluta málsins sem enn er rekinn fyrir dómstólum.

Meiri áhersla á ölvunarakstur

Líkt og undanfarin ár legg­ur lögregla í Reykjavík aukna áherslu á eftirlit með ölvunarakstri í desember. Lögreglan segir reynslu undan­farinna ára vera þá að í desember freist­ist fleiri ökumenn til að aka und­ir áhrifum áfengis.

Gróðursett á aðventunni

Kapp er lagt á að ljúka frágangi við nýju Hringbrautina og hluta Miklu­brautar og er stefnt að því að allt verði fínt og flott fyrir jól. Meðal annars hefur verið tyrft og gróðursett og kann einhverjum að þykja undarlegt að slík verk séu unnin á þessum árstíma.

Fundu bæðihass og vopn

Tvö fíkni­efnamál komu upp í um­dæmi Keflavíkur­lög­regl­unnar á aðfaranótt föstudags. Skömmu fyrir klukkan tvö vakn­aði um það grunur hjá lögreglu­mönnum við eftirlit á skemmtistað í Keflavík að einn gesta staðarins hefði á sér fíkniefni. Við leit á honum fannst hassbútur sem lög­regla lagði hald á.

Thelma valin Ljósberi ársins

Thelma Ásdísardóttir var í gær útnefnd Ljósberi ársins 2005 af Stígamótum. Dómnefndin segir að Thelma sé útnefnd vegna þess að hún hafi með ógleymanlegum hætti snortið þjóðarsálina þegar hún kynnti átakanleg uppvaxtarár sín.

Tímamót í mjólkuriðnaði

Fyrirtækið Mjólka tók formlega í notkun nýja mjólkurstöð í gær. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem tók við fyrstu framleiðslu stöðvarinnar, fetaosti, sem ber heitið Léttfeti.

Yfir 90 milljónir söfnuðust

Yfir níutíu milljónir króna söfnuðust á uppboði sem styrktaraðilar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, UNICEF, stóðu fyrir í fyrrakvöld. Ágóðinn rennur til verkefna UNICEF í Gíneu-Bissá, sem lúta að uppbyggingu 50 skóla í landinu.

Óvissa um næstu skref í Baugsmálinu

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefði ekki ákæruvald í þeim átta ákæruliðum málsins sem eru enn til meðferðar í héraðsdómi. Þetta þýðir þó ekki að skorið hafi verið endanlega úr um hver fari með ákæruvaldið.

Stjórn Byggðastofnunar gagnrýnir skýrslu Stjórnhátta

Stjórn Byggðastofnunar sér ástæðu til að gagnrýna umræðu undanfarna daga um málefni stofnunarinnar. Byggðastofnun segir að vitnað hafi verið til skýrslu sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu Stjórnháttum ehf. dagsettri í maí 2005. Byggðastofnun segir að í skýrslunni komi fram upplýsingar um útlán og afskriftarreikning útlána sem ekki fá staðist, en hafa farið hátt í umræðunni.

Níutíu milljónir söfnuðust á uppboði í gærkvöldi

Um níutíu milljónir króna söfnuðust til góðgerðamála í Gíneu-Bissá í hátíðarkvöldverði í Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi. Svo virðist sem fjölmargir Íslendingar eigi nóg af peningum. Meðal annars var ómálað verk eftir Hallgrím Helgason selt á tuttugu og eina milljón króna á uppboði.

Fyrsta andlitságræðsla sögunnar framkvæmd í Frakklandi

Læknar í Frakklandi hafa gert fyrstu andlitságræðslu sögunnar. Aðgerðin heppnaðist vel að sögn lækna en hennar var þörf eftir að hundur konunnar beit hana í andlitið þegar hann reyndi að vekja hana eftir að hún reyndi að svipta sig lífi.

Áhrifa stýrivaxta loks farið að gæta

Seðlabanki Íslands hækkað í dag stýrivexti um 0,25 prósentur. Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, segir að svo virðist sem áhrifa stýrivaxtahækkana undanfarið sé loks farið að gæta. Verðbólga hefur hjaðnað undanfarna mánuði, en ekki nóg, að mati bankastjórnar Seðlabankans.

Nýtt stjórnarfrumvarp bannar reykingum hérlendis á veitingastöðum

Tóbaksreykingar verða alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum hér á landi samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi. Meginmarkmið laganna er að koma í veg fyrir óbeinar reykingar. Lögin öðlast gildi fyrsta júní 2007. Írskum verti, sem reynsluna hefur, finnst skynsamlegt að Íslendingar gefi sér aðlögunartíma.

Sjúkraliðar boða til verkfalls

Félagar í Sjúkraliðafélagi Íslands samþykktu verkfallsboðun í kjaradeilu sinni við launanefnd sveitarfélaga með miklum mun. 127 greiddu atkvæði með verkfallsboðun en fjórir greiddu atkvæði gegn henni. Semjist ekki fyrir 19. desember hefst verkfall þann dag.

Skoða þurfi örorkukerfið í heild

Forsætisráðherra segir að skoða þurfi örorkukerfið í heild, ekki taka valda hluta út. Í nýrri skýrslu Stefáns Ólafssonar prófessors sé nýja tekjutryggingaraukanum sleppt þegar grunnlífeyris- og tekjutrygging er borin saman sem hlutfall af lágmarkslaunum. Þetta skekki myndina. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að skýrslan ætti að vera skyldulesning fyrir ríkisstjórnina. Ef þeir skammist sín ekki eftir þann lestur séu þeir forhertari en hún hefði haldið.

Samfylkingin tapar fylgi

Samfylkingin þarf að þétta raðirnar til að bæta úr stöðu sinni. Þetta segir formaður flokksins en fylgi hans hefur ekki mælst minna en nú á þessu kjörtímabili. Flokkurinn hefur misst átta prósentustiga fylgi frá því að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir tók við formennsku.

Seðlabankinn hafi ekki haft ástæðu til að hækka vexti

Forsætisráðherra segist ekki telja að Seðlabankinn hafi haft ástæðu til hækka vexti. Hækkunin sé hins vegar minni en bankarnir hafi reiknað með og það sé jákvætt að því sé ekki lýst yfir að framhald verði á vaxtahækkunum.

Ingunnarskóli formlega opnaður í dag

Nýjasti grunnskóli Reykvíkinga, Ingunnarskóli í Grafarholti, var formlega opnaður í dag með pompi og pragt að viðstöddum borgarstjóra. Nemendur skólans tóku vel á gestum og sungu fyrir þá nokkur lög auk þess sem nemendur gáfu borgarstjóra mynd í þakklætisskyni fyrir skólann.

Tilkynning um vopnað rán byggð á misskilningi

Svo virðist sem tilkynning til lögreglunnar um vopnað rán í Nettó í Mjóddinni hafi verið á misskilningi byggð. Þegar lögregla kom á vettvang kom í ljós að starfsmaður verslunarinnar hafði grunað mann um búðarhnupl og hljóp á eftir honum. Í öllum hamagangnum hringdi hann í lögreglu og tilkynnti vopnað rán.

Sérstakur saksóknari getur farið með öll ákæruatriði

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Sigurður Tómas Magnússon, sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefði ekki ákæruvald í þeim átta ákæruliðum málsins sem Hæstiréttur vísaði ekki frá dómi í október síðastliðnum.

Vopnað rán í Mjóddinni

Vopnað rán var framið fyrir stundu í Mjóddinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ránið framið í matvöruverlsuninni Nettó en lögregla er tiltöluleg nýkomin á vettvang. Ekki er ljóst hvort um einn eða fleiri ræningja var að ræða og enginn hefur enn verið handtekinn samkvæmt lögreglu.

Varað við svifryki við fjölfarnar umferðargötur

Umhverfissvið Reykjavíkurborgar hvetur þá sem eru viðkvæmir í öndunarfærum að halda sig fjarri fjölförnum umferðargötum vegna mikils svifryks. Það mælist nú yfir umhverfismörkum í Reykjavík. Búist er við áframhaldandi stillu í veðri og því er útlit fyrir að magn svifryks í andrúmslofti verði áfram yfir umhverfismörkum.

Thelma valin ljósberi ársins

Thelma Ásdísardóttir var útnefnd Ljósberi ársins 2005 á vegum Stígamóta. Í umsögn dómnefndar segir að Thelma er útnefnd ljósberi ársins þar sem hún snart með ógleymanlegum hætti við þjóðarsálinni þegar hún steig fram og kynnti uppvaxtarár sín til að gefa öðrum styrk til að takast á við óhugnað og eyðingu í sjúkum uppeldisaðstæðum.

Hæstu vextir síðan 2001

Bankastjórn Seðlabanka Íslands tilkynnti í dag um hækkun stýrivaxta um fjórðung úr prósenti og tekur breytingin gildi 6. desember. Stýrivextir Sðlabankans verða þá 10,5 prósent og hafa ekki verið hærri síðan í nóvember árið 2001.

Þroskashjálp skorar á stjórnvöld að veita fé til Mannréttindaskrifstofu

Landssamtökin Þroskahjálp skora á Alþingi að tryggja áfram rekstrargrundvöll Mannréttindaskrifstofu Íslands með föstum fjárveitingum á fjárlögum. Með tilkomu Mannréttindaskrifstofu Íslands skapaðist vettvangur fyrir félög og stofnanir sem starfa að mannréttindamálum og réttindabaráttu ýmissa hópa til að samhæfa krafta sína með velferð allra í huga.

Lögreglan leitar bíls sem stolið var í morgun

Lögreglan í Reykjavík auglýsir eftir ljós grágrænum Yaris. Bílnum var rænt fyrir utan Borgartún 33 um klukkan hálf ellefu í morgun. Bíllinn er fimmdyra og með skráningarnúmerið L J 299. Lögreglan biður þá sem hafa séð bílinn eða geta veitt einhverjar upplýsingar að hafa samband í síma 444 1000/ 444 1102.

Mjólka tekin formlega til starfa

Landbúnaðarráðherra opnaði Mjólku, fyrstu einkareknu mjólkurstöðina á Íslandi í áratugi í morgun. Ráðherran segir íslensku mjólkina mikla gæðavöru í stöðugri sókn.

Enn tapar Samfylking fylgi

Samfylkingin þarf að þétta raðirnar til að bæta úr stöðu sinni. Þetta segir formaður flokksins en fylgi hans mælist nú rétt um 26% sem er það lægsta á þessu kjörtímabili. Flokkurinn hefur misst átta prósentustiga fylgi frá því Ingibjörg Sólrún tók við. Hún hafnar því að óeining ríki innan þingflokksins en segir forystuna verða að taka á sig tap, eins og fylgisaukningu.

Tæplega 100 milljónir söfnuðust á uppboði UNICEF

Hátt í hundrað milljóna króna framlag safnaðist í uppboði undir hátíðarkvöldverði Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Listasafni Reykjavíkur í gærkvöldi þar sem sir Roger Moore var ræðumaður. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin í boði Baugs, FL Group og Fons, sem fyrr um daginn höfðu gefið samtals 135 milljónir til mannúðarstarfa í Gíneu-Bissá í Afríku.

Ekið á stúlku við Melaskóla

Ekið var á stúlku við Melaskóla rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en talið er að meiðsl hennar séu lítilsháttar. Stúlkan, sem er í yngri bekkjum Melaskóla, var gangandi á gangbraut og á leið í skólann þegar ekið var á hana.

Allt að 107 prósenta verðmunur á jólamatvörum

Allt að 107 prósenta verðmunur var á ýmsum matvörum til jólanna í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag. Kannað var verð m.a. á laufabrauði, konfekti, drykkjarvörum, hangikjöti og síld.

Eldri borgarar á Bíldudal safna fyrir bocciasetti

Eldri borgarar á Bíldudal hafa undanfarið haldið spilakvöld og spilað Félagsvist í Læk, þjónustuseli aldraðra á Bíldudal. Markmið spilakvöldanna er að safna fyrir bocchiasetti vegna mikils áhuga á íþróttinni.

Tollvörður grunaður um þjófnað

Lögreglan í Reykjavík rannsakar nú hugsanlega aðild tollvarðar að þjófnaðarmáli. Fjórir einstaklingar sem störfuðu hjá Samskipum urðu þá uppvísir að því að stela áfengi sem geymt var í vöruhúsi fyrir tollskyldan varning sem átti að fara til förgunar. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins leikur grunur á að umræddur tollvörður hafi tekið hluta af áfenginu.

Fékk ekki bætur fyrir drátt á kransæðaaðgerð

Hæstiréttur hefur sýknað íslenska ríkið af hátt í tíu milljóna króna kröfu manns um bætur fyrir tjón sem hann varð fyrir vegna dráttar sem varð á því að hann fengi viðhlítandi meðferð við kransæðasjúkdómi.

Þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni

Skýrsla Stefáns Ólafssonar prófessors, um örorku og velferð á Íslandi og í öðrum vestrænum löndum, er þungur áfellisdómur yfir ríkisstjórninni og blaut tuska framan í öryrkja. Þetta segir Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingar, í grein á heimasíðu sinni. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að skattbyrði öryrkja hér á landi hefur stóraukist frá árinu 1995.

Drengur missti meðvitund í sundkennslu

Ellefu ára drengur var hætt kominn í sundkennslu í sundlauginni í Bolungarvík í gærmorgun . Drengurinn var að leik í lauginni og lét sig fljóta með andlitið í kafi þegar atvikið varð.

Sjá næstu 50 fréttir