Innlent

Nýtt stjórnarfrumvarp bannar reykingum hérlendis á veitingastöðum

MYND/DV

Tóbaksreykingar verða alfarið bannaðar á veitinga- og skemmtistöðum hér á landi samkvæmt nýju stjórnarfrumvarpi. Meginmarkmið laganna er að koma í veg fyrir óbeinar reykingar. Lögin öðlast gildi fyrsta júní 2007. Írskum verti, sem reynsluna hefur, finnst skynsamlegt að Íslendingar gefi sér aðlögunartíma.

Þegar og ef Alþingi afgreiðir málið sem allt útlit er fyrir, og reykingabannið gengur í gildi, 1. júní 2007, fyllir Ísland stækkandi hóp ríkja sem ekki leyfa reykingar á skemmti- og veitingastöðum. Slíkt bann tekur fljótlega gildi í Skotlandi og á Englandi, og er þegar í gildi í Noregi, Svíþjóð, á Ítalíu, Nýja Sjálandi og á Möltu, svo nokkur lönd séu nefnd. En mesta athygli hefur líklega vakið, hversu vel gekk að koma því í framkvæmd á Írlandi.

Og fyrir þá sem er illa við reykinn og geta ekki beðið eftir því að íslenskir veitinga- og skemmtistaðir verði reyklausir, er rétt að benda á að reykingar eru þegar bannaðar á nærri eitt hundrað stöðum samkvæmt lista sem Lýðheilsustöð hefur birt á heimasíðu sinni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×