Innlent

Meiri áhersla á ölvunarakstur

Lögregla að störfum. Um þessar mund­ir hefur lögreglan í Reykjavík sérstakt eftirlit með ölvunarakstri.
Lögregla að störfum. Um þessar mund­ir hefur lögreglan í Reykjavík sérstakt eftirlit með ölvunarakstri.

Líkt og undanfarin ár legg­ur lögregla í Reykjavík aukna áherslu á eftirlit með ölvunarakstri í desember. Lögreglan segir reynslu undan­farinna ára vera þá að í desember freist­ist fleiri ökumenn til að aka und­ir áhrifum áfengis.

Öku­menn mega búast við að verða stöðv­aðir á öllum tímum sólar­hrings­ins," segir á lögreglu­vefn­um og bent á að fyrsta sólarhring mánaðarins hafi sjötíu ökumenn verið stöðvaðir, látnir blása og ástand þeirra kannað. Einn reyndist ölvaður og einhverjir með útrunnin öku­réttindi. Lögreglan segist senda skýr skila­boð um að neysla áfengis og akstur fari aldrei saman. "Öku­menn eru beðnir að hafa þetta í huga og þeim óskað góðs geng­is í umferðinni," segir Reykjavíkur­lögreglan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×