Innlent

Allt að 107 prósenta verðmunur á jólamatvörum

MYND/Vilhelm

Allt að 107 prósenta verðmunur var á ýmsum matvörum til jólanna í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu á miðvikudag. Kannað var verð m.a. á laufabrauði, konfekti, drykkjarvörum, hangikjöti og síld. Úrval af þessum vörum var mjög misjafnt eftir verslunum en Bónus var oftast með lægsta verðið, á 15 vörum af þeim 34 sem skoðaðar voru. 10-11var hins vegar oftast með hæsta verðið og þar voru einnig fæstu vörurnar fáanlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×