Innlent

Óvissa um næstu skref í Baugsmálinu

Hæstiréttur felldi í dag úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að sérstakur saksóknari í Baugsmálinu, hefði ekki ákæruvald í þeim átta ákæruliðum málsins sem eru enn til meðferðar í héraðsdómi. Þetta þýðir þó ekki að skorið hafi verið endanlega úr um hver fari með ákæruvaldið.

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í síðustu viku að Sigurður Tómas Magnússon hefði ekki ákæruvald í þeim átta ákæruliðum Baugsmálsins sem enn eru til meðferðar í héraðsdómi en áður hafði Hæstiréttur vísað þrjátíu og tveimur ákæruliðum frá dómi. Hæstiréttur ógilti þennan úrskurð í dag en þar með er þó ekki endanlega ljóst að Sigurður Tómas fari með ákæruvaldið heldur má búast við að á það reyni næst þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í kjölfar dóms Hæstaréttar má búast við að Sigurður Tómas mæti þá sem ríkissaksóknari í dómssal og að verjendur láti reyna á hvort vera hans þar sé tekin gild.

Þeir sem koma að málinu og rætt hefur við segjast þurfa góðan tíma til að fara yfir hvað dómur Hæstaréttar þýðir í raun en eru sammála um að sennilega eigi langur tími eftir að líða áður en endanlega verður ljóst hvort Sigurður Tómas er bær til að fara með ákæruvaldið eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×