Innlent

Ekið á stúlku við Melaskóla

Mynd/ÞÖK

Ekið var á stúlku við Melaskóla rétt fyrir klukkan hálf níu í morgun. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar en talið er að meiðsl hennar séu lítilsháttar. Stúlkan, sem er í yngri bekkjum Melaskóla, var gangandi á gangbraut og á leið í skólann þegar ekið var á hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×