Innlent

Thelma valin Ljósberi ársins

Ljósberi ársins 2005. Thelma Ásdísardóttir valin Ljósberi ársins í gær.
Ljósberi ársins 2005. Thelma Ásdísardóttir valin Ljósberi ársins í gær.

Thelma Ásdísardóttir var í gær útnefnd Ljósberi ársins 2005 af Stígamótum. Dómnefndin segir að Thelma sé útnefnd vegna þess að hún hafi með ógleymanlegum hætti snortið þjóðarsálina þegar hún kynnti átakanleg uppvaxtarár sín.

Með þessu gefi hún öðrum styrk til þess að takast á við óhugnað og eyðingu í sjúkum uppeldisaðstæðum. Þetta er í fjórða sinn sem Ljósberi ársins er valinn en viðurkenningunni er ætlað að koma af stað umræðu sem styrkir dómgreind og siðvit þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×