Enn tapar Samfylking fylgi 2. desember 2005 12:25 Samfylkingin þarf að þétta raðirnar til að bæta úr stöðu sinni. Þetta segir formaður flokksins en fylgi hans mælist nú rétt um 26% sem er það lægsta á þessu kjörtímabili. Flokkurinn hefur misst átta prósentustiga fylgi frá því Ingibjörg Sólrún tók við. Hún hafnar því að óeining ríki innan þingflokksins en segir forystuna verða að taka á sig tap, eins og fylgisaukningu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups mælist nú fylgi Samfylkingar 26%. Það er lægsta fylgi flokksins á þessu kjörtímabili. Ingibjörg segir það vissulega vera áhyggjuefni að fylgi flokksins skuli vera komið eins langt niður og raun beri vitni. "Þetta væri vissulega slæmt ef um væri að ræða kosningaúrslit og því er ljóst að við verðum þétta raðirnar," segir Ingibjörg. "Ég er þó viss um að þær breytingar sem nú eiga sér stað í innra starfi flokksins eigi eftir að skila sér þegar fram í sækir." Flokkurinn hefur nú tapað fylgi í hverri skoðanakannakönnuninni á eftir annarri frá því Ingibjörg tók við formennsku. En tapið nemur um átta prósentustigum. Er það ekki áhyggjuefni að mati Ingibjargar? "Auðvitað er aldrei hægt að tala um flokk án þess að forystan sé þar líka. Ég vill þó benda á að um það leyti sem við héldum landsfund að þá var mikil uppsveifla í fylgi flokksins í könnunum, uppsveifla sem ég tel mig nú eiga eitthvað í líka," segir hún. - En er ekki að sama skapi hægt að rekja tap á fylgi í könnunum síðustu mánuðina til þín? "Jú, eins og ég sagði, þá er forysta og flokkur auðvitað sami hluturinn og því verðum við í forystunni að taka þetta til okkar og skoða málin," segir Ingibjörg. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að vaxandi óeiningar gæti innan þingflokksins með störf Ingibjargar og að jafnvel hafi komið upp alvarlegir brestir í samstarf hennar og Margrétar Frímannsdóttur, þingflokksformanns. Margrét neitar þessu raunar sjálf en þingmenn flokksins sem NFS hefur rætt við segja samstarf þeirra hafa verið erfitt. -Er það málið? Ekki segir Ingibjörg. "Nei ég kannast ekki við það. Vissulega urðum við fyrir mikilli blóðtöku þegar Guðmundur Árni og Bryndís Hlöðversdóttir yfirgáfu þingflokkinn en það koma menn í manns stað. En að uppi sé einhver ágreiningur, nei ég kannast ekki við það." Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Samfylkingin þarf að þétta raðirnar til að bæta úr stöðu sinni. Þetta segir formaður flokksins en fylgi hans mælist nú rétt um 26% sem er það lægsta á þessu kjörtímabili. Flokkurinn hefur misst átta prósentustiga fylgi frá því Ingibjörg Sólrún tók við. Hún hafnar því að óeining ríki innan þingflokksins en segir forystuna verða að taka á sig tap, eins og fylgisaukningu. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallups mælist nú fylgi Samfylkingar 26%. Það er lægsta fylgi flokksins á þessu kjörtímabili. Ingibjörg segir það vissulega vera áhyggjuefni að fylgi flokksins skuli vera komið eins langt niður og raun beri vitni. "Þetta væri vissulega slæmt ef um væri að ræða kosningaúrslit og því er ljóst að við verðum þétta raðirnar," segir Ingibjörg. "Ég er þó viss um að þær breytingar sem nú eiga sér stað í innra starfi flokksins eigi eftir að skila sér þegar fram í sækir." Flokkurinn hefur nú tapað fylgi í hverri skoðanakannakönnuninni á eftir annarri frá því Ingibjörg tók við formennsku. En tapið nemur um átta prósentustigum. Er það ekki áhyggjuefni að mati Ingibjargar? "Auðvitað er aldrei hægt að tala um flokk án þess að forystan sé þar líka. Ég vill þó benda á að um það leyti sem við héldum landsfund að þá var mikil uppsveifla í fylgi flokksins í könnunum, uppsveifla sem ég tel mig nú eiga eitthvað í líka," segir hún. - En er ekki að sama skapi hægt að rekja tap á fylgi í könnunum síðustu mánuðina til þín? "Jú, eins og ég sagði, þá er forysta og flokkur auðvitað sami hluturinn og því verðum við í forystunni að taka þetta til okkar og skoða málin," segir Ingibjörg. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að vaxandi óeiningar gæti innan þingflokksins með störf Ingibjargar og að jafnvel hafi komið upp alvarlegir brestir í samstarf hennar og Margrétar Frímannsdóttur, þingflokksformanns. Margrét neitar þessu raunar sjálf en þingmenn flokksins sem NFS hefur rætt við segja samstarf þeirra hafa verið erfitt. -Er það málið? Ekki segir Ingibjörg. "Nei ég kannast ekki við það. Vissulega urðum við fyrir mikilli blóðtöku þegar Guðmundur Árni og Bryndís Hlöðversdóttir yfirgáfu þingflokkinn en það koma menn í manns stað. En að uppi sé einhver ágreiningur, nei ég kannast ekki við það."
Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira