Innlent

Tímamót í mjólkuriðnaði

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra þambar mjólk frá Mjólku.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra þambar mjólk frá Mjólku.

Fyrirtækið Mjólka tók formlega í notkun nýja mjólkurstöð í gær. Það var Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra sem tók við fyrstu framleiðslu stöðvarinnar, fetaosti, sem ber heitið Léttfeti.

Tilkoma Mjólku inn á mjólkurmarkaðinn markar nokkur tímamót því í fyrsta sinn, síðan Thor Jensen hætti mjólkurframleiðslu á Korpúlfsstöðum á fyrri hluta síðustu aldar, er hægt að kaupa mjólkurafurðir sem eru framleiddar án ríkisstyrkja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×