Innlent

Fundu bæðihass og vopn

Tvö fíkni­efnamál komu upp í um­dæmi Keflavíkur­lög­regl­unnar á aðfaranótt föstudags. Skömmu fyrir klukkan tvö vakn­aði um það grunur hjá lögreglu­mönnum við eftirlit á skemmtistað í Keflavík að einn gesta staðarins hefði á sér fíkniefni. Við leit á honum fannst hassbútur sem lög­regla lagði hald á.

Á fjórða tímanum gerðu lög­reglu­menn svo leit að fíkniefnum í heima­húsi í Njarðvík. Þar fund­ust 48 grömm af hassi og einnig raf­stuðs­byssa.Þá voru um nóttina höfð afskipti af ökumanni bifreiðar í Keflavík sem grunaður var um að aka undir áhrifum áfengis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×