Innlent

Ógildir úrskurð engu að síður

Sigurður Tómas Magnússon
Sigurður Tómas Magnússon

Hæstiréttur felldi í gær úr gildi þann úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur að Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari í Baugsmálinu, væri ekki bær til þess að fara með ákæruvald í þeim hluta málsins sem enn er rekinn fyrir dómstólum.

Verjendur í Baugsmálinu settu ekki fram neinar kröfur en Siguður Tómas, settur saksóknari, vildi úrskurð réttarins um það hvort hann væri bær og hæfur til að saksækja í málinu.

Hæstiréttur telur sig ekki geta dæmt um kröfur Sigurðar og bendir á að hafi hann skort vald til þess að fara með málið þegar það var tekið fyrir i héraðsdómi 16. nóvember verði að líta svo á að enginn hafi mætt þann daginn í dómþingið fyrir hönd ákæruvaldsins. Því sé sjálfgert að fella úrskurðinn úr gild.

Bogi Nilsson ríkissaksóknari staðfesti í bréfi til dómsmálaráðherra 24. nóvember að hann hefði sagt sig frá öllu málinu. Í kjölfar þess ítrekaði dómsmálaráðherra að Sigurður væri settur yfir ákæruliðina alla. Fari svo að Sigurður teljist réttur sækjandi í Baugsmálinu munu verjendur sakborninga krefjast úrskurðar dómstóla um hæfi Björns Bjarnasonar til þess að setja Sigurð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×