Innlent

Kálfurinn Sigurrós fæddist tæpum tveimur mánuðum fyrir tímann

Mynd/Húsdýragarðurinn

Sigurrós er líklega minnsti kálfurinn sem fæðst hefur í Húsdýragarðinum en hún fæddist um tveimur mánuðum fyrir tímann. Sigurrós er sannkalaður jólakálfur en hún kom í heiminn á fyrsta dag í aðventu.

Sigurrós vóg aðeins 19 kíló við fæðingu en fullskapaðir kálfar vega oftast á milli 35 og 40 kíló. Sigurrós fæddist um tveimur mánuðum fyrir tímann en hún átti að fæðast 19. janúar. Það þykir því nánast kraftaverk að hún sé á lífi. Það þótti því við hæfi að gefa Sigurrós stórt og kraftmikið nafn en hún er skýrð í höfuðið á einni vinsælustu hljómsveit Íslands sem hélt stórtónleika sama kvöld og Sigurrós kom í heiminn. Hún er dugleg að drekka og dafnar vel enda fylgist móðir hennar Blökk vel með henni, ásamt starfsfólki Húsdýragarðsins. Það er því óhætt að segja að Sigurrós hafi það gott líkt og aðrir íbúar í Húsdýragarðinum sem svo sannarlega eru komnir í jólaskap.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×