Innlent

Ríkið borgi yfir 24 milljónir

Í dómi Héraðsdóms frá því í gær er bent á fjögur atriði sem fóru aflaga á meðgöngu pilts sem dæmdar voru bætur vegna skaða sem hann hlaut.
Í dómi Héraðsdóms frá því í gær er bent á fjögur atriði sem fóru aflaga á meðgöngu pilts sem dæmdar voru bætur vegna skaða sem hann hlaut.

Hjónum og tólf ára gömlum fjölfötluðum syni þeirra hafa verið dæmdar rúmlega 24,2 milljónir króna í bætur, auk vaxta, vegna mistaka starfsfólks Landspítalans á meðgöngu og við fæðingu drengsins. Málið var höfðað árið 2002 á hendur ríkinu, en því var einnig gert að greiða þrjár milljónir í málskostnað. Heildarkrafa fólksins hljóðaði hins vegar upp á rúmar 70 milljónir króna.

Drengurinn varð fyrir alvar­legum súrefnis­skorti á með­göng­unni og er varan­lega þroska­heft­ur og alvar­lega heyrnar­skertur. Mat dómsins er að fötlun piltsins megi rekja til ófull­nægjandi með­höndl­unar, eftir­lits og við­bragða starfs­fólks spít­al­ans við meðgöngu og fæð­ingu hans.

Ríkinu var gert að greiða pilt­inum rúmlega 18,2 milljónir króna í bætur, en þá hefur verið tekið tillit til rúmlega 7,1 milljónar krónu greiðslu Trygginga­stofnun­ar sem kom til frá­dráttar heildarbótunum.

Móður piltsins voru dæmdar 5 milljónir króna vegna tekjutaps sem hún hefur orðið fyrir vegna umönnunar drengsins og svo var foreldrum hans dæmd ein milljón króna vegna útlagðs kostnaðar, þar með talið vegna talkennslu og talmáls- og iðjuþjálfunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×