Fleiri fréttir Krefjast sjálfstæðis Svarfaðardals Hópur íbúa í hinum gamla Svarfaðardalshreppi hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem krafist er sambandsslita við hið sameinaða byggðarlag, Dalvíkurbyggð. Íbúarnir eru óánægðir með þá ákvörðun bæjarstjórnar að loka Húsabakkaskóla frá 1. mars síðastliðnum. 29.8.2005 00:01 JB styrkir Stígamót næstu þrjú ár Stígamót hafa gert þriggja ára samning við JB byggingafélag um styrk til reksturs sjálfshjálparhópa ásamt viðhaldi á húsnæði samtakanna. Starfsemi Stígamóta er umfangsmikil og hefur aukist á síðustu árum. Í tilkynningu frá Stígamótum kemur fram að á hverju ári leiti um 500 manns til samtakanna, þar af helmingur sem leitar hjálpar í fyrsta skipti. 29.8.2005 00:01 Nakapunda teflir fjöltefli í Bónus Namibíski skákmeistarinn Otto Nakapunda teflir fjöltefli við Bónus í Kringlunni í dag milli klukkan fjögur og sex. Nakapunda hefur verið hér á landi síðustu vikurnar í skákþjálfun á vegum Hróksins auk þess sem hann skrapp til Grænlands á skákmót. Ferðina hingað vann hann á skákmóti í Namibíu fyrr á árinu. 29.8.2005 00:01 Karlmenn þurfa að opna augun Cherie Booth Blair segir að úrræði í barnagæslu sé ástæðan fyrir því að jafnrétti kynjanna er hvað mest á Norðurlöndunum. Mikilvægt sé að ræða jafnréttismál og karlkyns leiðtogar þurfi að opna augun fyrir annari forgangsröðun og þörfum kvenna. </font /></b /> 29.8.2005 00:01 Mannauður kvenna ónýttur "Við vitum af reynslu okkar héðan frá Íslandi sem og af samanburði erlendis frá að það er mikill munur á stöðu karla og kvenna í öllum samfélögum," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á ráðstefnu kvenkyns menntamálaráðherra í gær. 29.8.2005 00:01 Þetta er sögulegur fundur "Þetta er sögulegur fundur," sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, á ráðstefnu kvenkyns menningarmálaráðherra sem nú stendur yfir í Reykjavík. 29.8.2005 00:01 Jafnrétti ríkir hvergi Cherie Booth vitnaði í nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins sem sýnir að ekki er til land í heiminum sem fullkomið jafnrétti ríkir. Hún hélt erindi á ráðstefnu kvenkyns menningarmálaráðherra sem haldin var hér á landi í gær. </font /></b /> 29.8.2005 00:01 Vara við snyrtifræðiskóla Samtök iðnaðarins vara námsfólk og foreldra við auglýsingum um Didrix spa skóla í snyrtifræði og hárgreiðslu. Í tilkynningu frá samtökunum segir að nám við skólann veiti engin starfsréttindi, skólinn sé ekki viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu og starfræksla hans brjóti að líkindum í bága við lög. 29.8.2005 00:01 Stofnun fer að úthluta styrkjum Stofnun Leifs Eiríkssonar, sem sett var á fót af Seðlabanka Íslands og Háskólanum í Virginíu, hefur nú safnað nægu fé til að get hafið úthlutun styrkja til íslenskra námsmanna sem hyggjast stunda nám í Bandaríkjunum og bandarískra námsmanna sem hyggjast nema við íslenska háskóla. 29.8.2005 00:01 Aðeins ákærður fyrir fíkniefnabrot Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. 29.8.2005 00:01 Útreið kvenna slæm "Könnun er gerð á laugardag og sunnudag, þegar áskorendurnir tveir, Gísli Marteinn og Stefán Jón, voru áberandi í fjölmiðlum. Báðir hafa boðið sig fram til forystu og ég sé ástæðu til að óska þeim til hamingju með það. Það eru þó margir óákveðnir og greinilegt að það eru margar konur sem ekki hafa gert upp hug sinn. 29.8.2005 00:01 Helmingur vill sjálfstæðismann Gísli Marteinn Baldursson er sá sem flestir Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Mun færri nefna nafn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. 47 prósent nefna sjálfstæðismann sem borgarstjóra. Mjög fáir nefna einstaklinga innan Framsóknarflokks, Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna. 29.8.2005 00:01 Ræðarar fá hvergi að vera Þótt lögreglusamþykkt Árborgar banni umferð farartækja um Ölfusá notar Kayakklúbburinn hana gjarnan fyrir æfingasvæði. Nokkrir ungir félagsmenn frá Hveragerði voru sektaðir fyrir nokkru og hefur klúbburinn nú beðið lögfræðing að kanna lögmæti samþykktarinnar. 29.8.2005 00:01 Brot DV mjög alvarlegt Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur DV hafa brotið mjög alvarlega gegn 3. grein siðareglna blaðamannafélagsins með nafn- og myndbirtingu af manni sem lá þungt haldinn af hermannaveiki. "Mjög alvarlegt" er þyngsti mögulegi úrskurður nefndarinnar. Sonur mannsins kærði umfjöllun blaðsins á sínum tíma. 29.8.2005 00:01 Bakarar og eigandi afgreiða "Ég er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár svo ég veit það vel að oft er erfitt að fá starfsfólk á þessum tíma en ég man ekki eftir því að ástandið hafi nokkurn tíman verið svona slæmt," segir Birgir Páll Jónsson eigandi Nýja Kökuhússins í Kringlunni en hann sinnir nú afgreiðslustörfum þar sem ekki hefur tekist að manna þau störf hjá fyrirtækinu. 29.8.2005 00:01 Verður til í heitum sjó Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður segir Katrínu fá orkuna sem hún losi úr sjónum Hann segir að til þess að fellibylur myndist þurfi hitastig sjávar að verða meira en 28 gráður. Þegar Katrín hafi myndast hafi sjórinn verið 32-33 gráður þannig að allar forsendur til myndunar á mjög öflugum fellibyl hafi verið fyrir hendi. 29.8.2005 00:01 Pakkaði niður og lagði á flótta "Þegar við heyrðum að fellibylurinn væri kominn upp í fimmtu kategoríu pökkuðum við bara saman, læstum húsinu og fórum," segir Elín Jóhanna Svavarsdóttir. Hún býr í New Orleans en lagði á flótta ásamt meðleigjanda sínum í fyrradag og hélt áleiðist til Houston þar sem þau munu halda til hjá vinum. 29.8.2005 00:01 Synti Vestfirðina Sjórinn var kaldari en ég átti von á en á móti kemur að allstaðar fékk ég hlýrri móttökur en ég bjóst við," segir sundkappinn og fjöllistamaðurinn Benedikt Sigurðsson Lafleur sem lauk í gærkvöldi Vestfjarðasundi sínu þegar hann kom syndandi yfir þveran Ísafjörð. 29.8.2005 00:01 Staða kvenna í heiminum ekki góð Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair. 29.8.2005 00:01 Fleiri vilja leiða sjálfstæðismenn Útlit er fyrir að framboð Gísla Marteins Baldurssonar til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verði til þess að fleiri sækist eftir því að leiða listann. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því flest bendir til að hann ætli að hætta sem borgarfulltrúi. 29.8.2005 00:01 Óþarfi sé að fjarlægja aukahluti Samkvæmt nýrri reglugerð er útfarastjórum gert að finna alla aukahluti sem græddir hafa verið í hinn látna áður en hann er grafinn eða brenndur. Landlæknir hefur óskað eftir breytingum á reglugerðinni. Útfarastjórar hafi ekki menntun til slíkra aðgerða og óþarfi sé í raun að fjarlægja alla aukahluti. 29.8.2005 00:01 Nýta tölvuleikjatækni í aðgerðum Tölvuleikjatæknin mun nýtast læknum í auknum mæli til að gera hvers konar aðgerðir í framtíðinni. 29.8.2005 00:01 Fjölbreytni í dagskrá Þjóðleikhúss Fjölbreytnin ræður ríkjum í vetrardagskrá Þjóðleikhússins - söngur, gaman, konunglegur barnaballet og rússnesk gestasýning er meðal þess sem þar verður boðið upp á. 29.8.2005 00:01 Flestir vilja Gísla Martein Flestir Reykvíkingar vilja Gísla Martein Baldursson sem næsta borgarstjóra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Tæpur fjórðungur þeirra sem tóku afstöðu valdi hann. 29.8.2005 00:01 Stóra verkefnið að sigra í vor "Ég er þakklátur fyrir þessa könnun og finnst gaman að sjá að fólk hefur trú á mér sérstaklega að því að könnunin var tekin áður en ég lýsti því yfir að ég stefndi á fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins," segir Gísli Marteinn Baldursson. 29.8.2005 00:01 Þakklátur fyrir stuðninginn "Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fæ í þessari könnun en maður hlýtur alltaf að spyrja sig hvernig þetta er gagnvart væntanlegum kjósendum Sjálfstæðisflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn um skoðanakönnun Fréttablaðsins. 29.8.2005 00:01 Voðalega glaður "Ég segi fyrir mig að ég er voðalega glaður með þessa niðurstöðu en ég ætla ekki að gefa neitt út um aðra," segir Stefán Jón Hafstein um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að hann er annar á lista þeirra sem Reykvíkingar vilja helst fá sem borgarstjóra. 29.8.2005 00:01 82 ára sótti um vinnu á Hrafnistu Fólk á áttræðisaldri er meðal umsækjenda um umönnunarstörf á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði sem voru auglýst fyrir skömmu að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur hjá starfsmannaþjónustu Hrafnistu. Elsti umsækjandinn er 82 ára. hann sótti um starf í mötuneyti Hrafnistu. 29.8.2005 00:01 Væri til í að vinna kauplaust "Mér finnst ég vera það hraustur að ég geti hjálpað til í eldhúsi," segir Theodór Jóhannesson, sem sótti nýverið um starf í mötuneyti Hrafnistu. Hann segist til dæmis geta vaskað upp og unnið önnur létt verk. 29.8.2005 00:01 Vonast eftir frelsi á hverri stund Búast má við að Rick Perry, ríkisstjóri Texas, afgreiði tillögur löggjafarþings Texas um lausn Arons Pálma Ágústssonar úr fangelsi í Texas í þessari viku. Að sögn Einars S. Einarssonar, talsmanns RJF-hópsins sem berst fyrir frelsi Arons Pálma, má jafnvel búast við ákvörðun í dag og segir hann að stóra stundin geti senn verið að renna upp. 29.8.2005 00:01 Heiðraður hermaður sakfelldur Ronald Ellis, liðþjálfi hjá bandaríska flughernum á Keflavíkurflugvelli, var nýverið dæmdur í ellefu mánaða herfangelsi fyrir að nota og selja kókaín og hindra framgang réttvísinnar. 29.8.2005 00:01 Ólæti í miðborginni Hópur manna reyndi að koma í veg fyrir handtöku tvítugs manns með því að ráðast að lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Það varð úr að fjórir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina. Tveir þeirra gistu fangageymslur á samt sjö öðrum sem ýmist sátu inni fyrir ölvunarakstur eða ölvunarlæti. Alls voru sjö teknir fyrir ölvun við akstur. 28.8.2005 00:01 Skólahald ekki hafið á Suðureyri Kennsla við Grunnskólann á Suðureyri hófst ekki í síðustu viku, eins og annars staðar á landinu, vegna byggingaframkvæmda við skólalóðina, sem eru hálfu ári á eftir áætlun. Netútgáfa Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá þessu. 28.8.2005 00:01 Erill á Akureyri í nótt Sex fíkniefnamál komu upp á Akureyri yfir helgina, öll minniháttar, þar sem lagt var hald á kannabisefni og hvít efni, sem gætu verið amfetamín eða kókaín en ekki er búið að greina efnin. 28.8.2005 00:01 Gísli Marteinn með fund í Iðnó Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar að tilkynna í dag hvaða sæti hann stefnir á að ná í prófkjöri flokksins sem fram fer í haust. Stuðningsmenn Gísla hafa boðað til fundar í Iðnó klukkan 3 í dag. 28.8.2005 00:01 Fjöldi fíkla hefur þrefaldast Fjöldi fíkla sem nota ólögleg vímuefni hefur þrefaldast undanfarin tíu ár að því er fram kemur í ársriti SÁÁ. Vandinn er meiri en nokkru sinni fyrr og eru vímuefnafíklar veikari en nokkru sinni fyrr. 28.8.2005 00:01 Óbreytt líðan Líðan konunnar sem slasaðist í eldsvoða í Stigahlíð í gærmorgun er óbreytt. Hún er enn þungt haldin og er henni haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala háskólasjúkrahúsi. 28.8.2005 00:01 Býður sig fram í fyrsta sætið Gísli Marteinn Baldursson hefur tilkynnt að hann ætli bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri í haust. 28.8.2005 00:01 Hlupu frá slysstað Klukkan 07:05 barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda að bifreið hefði farið útaf Ólafsfjarðarvegi skammt norðan við bæinn Hvamm og hefðu 2 menn verið í bifreiðinni. Í tilkynningunni kom einnig fram að menn þessir væru nú á gangi til norðurs eftir Ólafsfjarðarvegi. 28.8.2005 00:01 Tap vegna ólöglegra DVD diska Gríðalega háar fjárhæðir tapast á hverju ári vegna ólöglegrar framleiðslu og sölu DVD-mynda. Sextíu prósent Hollywood-mynda koma út í tapi og má rekja stóran hluta þess til ólöglegrar framleiðslu myndanna. 28.8.2005 00:01 Lélegt lundavarp í Vestmannaeyjum Kalt vor, lítið æti í sjónum og norðanhretið á stóran þátt í því að lundavarp hefur verið lélegt í Vestmannaeyjum og fáar pysjur komist á legg. Sandsílið er horfið úr sjónum og lundinn leitar nú á önnur mið en sænál hefur verið hans aðalæti í sumar. 28.8.2005 00:01 Tónlistarhús kynnt í október Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, segir að tónlistar- og ráðstefnuhöllin sem mun rísa á hafnarbakkanum sé eitt albesta og frambærilegasta uppbyggingarverkefni Íslandssögunnar. Hún verður kynnt landsmönnum í október. Gert er ráð fyrir að höllin verði opnuð árið 2009. 28.8.2005 00:01 Baráttuhugur í Gísla Marteini Gísli Marteinn Baldursson ætlar í borgarstjóraslaginn, segist treysta sér í baráttuna og ætlar að berjast eins og ljón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur einnig kost á sér í fyrsta sæti listans og má því búast við baráttu innan flokksins. 28.8.2005 00:01 Fjöldi eiturlyfjafíkla þrefaldast Fleiri á biðlistum eftir vímuefnameðferð deyja en áður, og fíklarnir eru veikari nú en nokkru sinni fyrr, að sögn yfirlæknis á Vogi. Fjöldi eiturlyfjafíkla hefur þrefaldast hér á landi á síðustu tíu árum. 28.8.2005 00:01 Vímuefnamarkaðurinn skipulagðari Þórarinn Tyrfingsson telur eins og lögreglan að tilraun til smygls á brennisteinssýru í vikunni sé merki um að amfetamín sé framleitt hér á landi. Hann segir margt benda til tengsla Íslands við alþjóðlega glæpastarfsemi. 28.8.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Krefjast sjálfstæðis Svarfaðardals Hópur íbúa í hinum gamla Svarfaðardalshreppi hefur sent öllum þingmönnum bréf þar sem krafist er sambandsslita við hið sameinaða byggðarlag, Dalvíkurbyggð. Íbúarnir eru óánægðir með þá ákvörðun bæjarstjórnar að loka Húsabakkaskóla frá 1. mars síðastliðnum. 29.8.2005 00:01
JB styrkir Stígamót næstu þrjú ár Stígamót hafa gert þriggja ára samning við JB byggingafélag um styrk til reksturs sjálfshjálparhópa ásamt viðhaldi á húsnæði samtakanna. Starfsemi Stígamóta er umfangsmikil og hefur aukist á síðustu árum. Í tilkynningu frá Stígamótum kemur fram að á hverju ári leiti um 500 manns til samtakanna, þar af helmingur sem leitar hjálpar í fyrsta skipti. 29.8.2005 00:01
Nakapunda teflir fjöltefli í Bónus Namibíski skákmeistarinn Otto Nakapunda teflir fjöltefli við Bónus í Kringlunni í dag milli klukkan fjögur og sex. Nakapunda hefur verið hér á landi síðustu vikurnar í skákþjálfun á vegum Hróksins auk þess sem hann skrapp til Grænlands á skákmót. Ferðina hingað vann hann á skákmóti í Namibíu fyrr á árinu. 29.8.2005 00:01
Karlmenn þurfa að opna augun Cherie Booth Blair segir að úrræði í barnagæslu sé ástæðan fyrir því að jafnrétti kynjanna er hvað mest á Norðurlöndunum. Mikilvægt sé að ræða jafnréttismál og karlkyns leiðtogar þurfi að opna augun fyrir annari forgangsröðun og þörfum kvenna. </font /></b /> 29.8.2005 00:01
Mannauður kvenna ónýttur "Við vitum af reynslu okkar héðan frá Íslandi sem og af samanburði erlendis frá að það er mikill munur á stöðu karla og kvenna í öllum samfélögum," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á ráðstefnu kvenkyns menntamálaráðherra í gær. 29.8.2005 00:01
Þetta er sögulegur fundur "Þetta er sögulegur fundur," sagði Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, á ráðstefnu kvenkyns menningarmálaráðherra sem nú stendur yfir í Reykjavík. 29.8.2005 00:01
Jafnrétti ríkir hvergi Cherie Booth vitnaði í nýja skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins sem sýnir að ekki er til land í heiminum sem fullkomið jafnrétti ríkir. Hún hélt erindi á ráðstefnu kvenkyns menningarmálaráðherra sem haldin var hér á landi í gær. </font /></b /> 29.8.2005 00:01
Vara við snyrtifræðiskóla Samtök iðnaðarins vara námsfólk og foreldra við auglýsingum um Didrix spa skóla í snyrtifræði og hárgreiðslu. Í tilkynningu frá samtökunum segir að nám við skólann veiti engin starfsréttindi, skólinn sé ekki viðurkenndur af menntamálaráðuneytinu og starfræksla hans brjóti að líkindum í bága við lög. 29.8.2005 00:01
Stofnun fer að úthluta styrkjum Stofnun Leifs Eiríkssonar, sem sett var á fót af Seðlabanka Íslands og Háskólanum í Virginíu, hefur nú safnað nægu fé til að get hafið úthlutun styrkja til íslenskra námsmanna sem hyggjast stunda nám í Bandaríkjunum og bandarískra námsmanna sem hyggjast nema við íslenska háskóla. 29.8.2005 00:01
Aðeins ákærður fyrir fíkniefnabrot Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. 29.8.2005 00:01
Útreið kvenna slæm "Könnun er gerð á laugardag og sunnudag, þegar áskorendurnir tveir, Gísli Marteinn og Stefán Jón, voru áberandi í fjölmiðlum. Báðir hafa boðið sig fram til forystu og ég sé ástæðu til að óska þeim til hamingju með það. Það eru þó margir óákveðnir og greinilegt að það eru margar konur sem ekki hafa gert upp hug sinn. 29.8.2005 00:01
Helmingur vill sjálfstæðismann Gísli Marteinn Baldursson er sá sem flestir Reykvíkingar vilja sem borgarstjóra, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Mun færri nefna nafn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. 47 prósent nefna sjálfstæðismann sem borgarstjóra. Mjög fáir nefna einstaklinga innan Framsóknarflokks, Frjálslynda flokksins og Vinstri grænna. 29.8.2005 00:01
Ræðarar fá hvergi að vera Þótt lögreglusamþykkt Árborgar banni umferð farartækja um Ölfusá notar Kayakklúbburinn hana gjarnan fyrir æfingasvæði. Nokkrir ungir félagsmenn frá Hveragerði voru sektaðir fyrir nokkru og hefur klúbburinn nú beðið lögfræðing að kanna lögmæti samþykktarinnar. 29.8.2005 00:01
Brot DV mjög alvarlegt Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands telur DV hafa brotið mjög alvarlega gegn 3. grein siðareglna blaðamannafélagsins með nafn- og myndbirtingu af manni sem lá þungt haldinn af hermannaveiki. "Mjög alvarlegt" er þyngsti mögulegi úrskurður nefndarinnar. Sonur mannsins kærði umfjöllun blaðsins á sínum tíma. 29.8.2005 00:01
Bakarar og eigandi afgreiða "Ég er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár svo ég veit það vel að oft er erfitt að fá starfsfólk á þessum tíma en ég man ekki eftir því að ástandið hafi nokkurn tíman verið svona slæmt," segir Birgir Páll Jónsson eigandi Nýja Kökuhússins í Kringlunni en hann sinnir nú afgreiðslustörfum þar sem ekki hefur tekist að manna þau störf hjá fyrirtækinu. 29.8.2005 00:01
Verður til í heitum sjó Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfréttamaður segir Katrínu fá orkuna sem hún losi úr sjónum Hann segir að til þess að fellibylur myndist þurfi hitastig sjávar að verða meira en 28 gráður. Þegar Katrín hafi myndast hafi sjórinn verið 32-33 gráður þannig að allar forsendur til myndunar á mjög öflugum fellibyl hafi verið fyrir hendi. 29.8.2005 00:01
Pakkaði niður og lagði á flótta "Þegar við heyrðum að fellibylurinn væri kominn upp í fimmtu kategoríu pökkuðum við bara saman, læstum húsinu og fórum," segir Elín Jóhanna Svavarsdóttir. Hún býr í New Orleans en lagði á flótta ásamt meðleigjanda sínum í fyrradag og hélt áleiðist til Houston þar sem þau munu halda til hjá vinum. 29.8.2005 00:01
Synti Vestfirðina Sjórinn var kaldari en ég átti von á en á móti kemur að allstaðar fékk ég hlýrri móttökur en ég bjóst við," segir sundkappinn og fjöllistamaðurinn Benedikt Sigurðsson Lafleur sem lauk í gærkvöldi Vestfjarðasundi sínu þegar hann kom syndandi yfir þveran Ísafjörð. 29.8.2005 00:01
Staða kvenna í heiminum ekki góð Konur eru jafnfærar og karlmenn, ef ekki færari, segir Cherie Booth Blair. En út er komin skýrsla um stöðu kvenna í heiminum. Hún lítur hreint ekki vel út að mati Booth Blair. 29.8.2005 00:01
Fleiri vilja leiða sjálfstæðismenn Útlit er fyrir að framboð Gísla Marteins Baldurssonar til efsta sætis á lista sjálfstæðismanna í Reykjavík verði til þess að fleiri sækist eftir því að leiða listann. Guðlaugur Þór Þórðarson verður þó ekki einn þeirra því flest bendir til að hann ætli að hætta sem borgarfulltrúi. 29.8.2005 00:01
Óþarfi sé að fjarlægja aukahluti Samkvæmt nýrri reglugerð er útfarastjórum gert að finna alla aukahluti sem græddir hafa verið í hinn látna áður en hann er grafinn eða brenndur. Landlæknir hefur óskað eftir breytingum á reglugerðinni. Útfarastjórar hafi ekki menntun til slíkra aðgerða og óþarfi sé í raun að fjarlægja alla aukahluti. 29.8.2005 00:01
Nýta tölvuleikjatækni í aðgerðum Tölvuleikjatæknin mun nýtast læknum í auknum mæli til að gera hvers konar aðgerðir í framtíðinni. 29.8.2005 00:01
Fjölbreytni í dagskrá Þjóðleikhúss Fjölbreytnin ræður ríkjum í vetrardagskrá Þjóðleikhússins - söngur, gaman, konunglegur barnaballet og rússnesk gestasýning er meðal þess sem þar verður boðið upp á. 29.8.2005 00:01
Flestir vilja Gísla Martein Flestir Reykvíkingar vilja Gísla Martein Baldursson sem næsta borgarstjóra samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Tæpur fjórðungur þeirra sem tóku afstöðu valdi hann. 29.8.2005 00:01
Stóra verkefnið að sigra í vor "Ég er þakklátur fyrir þessa könnun og finnst gaman að sjá að fólk hefur trú á mér sérstaklega að því að könnunin var tekin áður en ég lýsti því yfir að ég stefndi á fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins," segir Gísli Marteinn Baldursson. 29.8.2005 00:01
Þakklátur fyrir stuðninginn "Ég er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem ég fæ í þessari könnun en maður hlýtur alltaf að spyrja sig hvernig þetta er gagnvart væntanlegum kjósendum Sjálfstæðisflokksins," segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi Sjálfstæðismanna í borgarstjórn um skoðanakönnun Fréttablaðsins. 29.8.2005 00:01
Voðalega glaður "Ég segi fyrir mig að ég er voðalega glaður með þessa niðurstöðu en ég ætla ekki að gefa neitt út um aðra," segir Stefán Jón Hafstein um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem sýnir að hann er annar á lista þeirra sem Reykvíkingar vilja helst fá sem borgarstjóra. 29.8.2005 00:01
82 ára sótti um vinnu á Hrafnistu Fólk á áttræðisaldri er meðal umsækjenda um umönnunarstörf á dvalarheimilum Hrafnistu í Reykjavík og Hafnarfirði sem voru auglýst fyrir skömmu að sögn Steinunnar Þorsteinsdóttur hjá starfsmannaþjónustu Hrafnistu. Elsti umsækjandinn er 82 ára. hann sótti um starf í mötuneyti Hrafnistu. 29.8.2005 00:01
Væri til í að vinna kauplaust "Mér finnst ég vera það hraustur að ég geti hjálpað til í eldhúsi," segir Theodór Jóhannesson, sem sótti nýverið um starf í mötuneyti Hrafnistu. Hann segist til dæmis geta vaskað upp og unnið önnur létt verk. 29.8.2005 00:01
Vonast eftir frelsi á hverri stund Búast má við að Rick Perry, ríkisstjóri Texas, afgreiði tillögur löggjafarþings Texas um lausn Arons Pálma Ágústssonar úr fangelsi í Texas í þessari viku. Að sögn Einars S. Einarssonar, talsmanns RJF-hópsins sem berst fyrir frelsi Arons Pálma, má jafnvel búast við ákvörðun í dag og segir hann að stóra stundin geti senn verið að renna upp. 29.8.2005 00:01
Heiðraður hermaður sakfelldur Ronald Ellis, liðþjálfi hjá bandaríska flughernum á Keflavíkurflugvelli, var nýverið dæmdur í ellefu mánaða herfangelsi fyrir að nota og selja kókaín og hindra framgang réttvísinnar. 29.8.2005 00:01
Ólæti í miðborginni Hópur manna reyndi að koma í veg fyrir handtöku tvítugs manns með því að ráðast að lögreglu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Það varð úr að fjórir voru handteknir og færðir á lögreglustöðina. Tveir þeirra gistu fangageymslur á samt sjö öðrum sem ýmist sátu inni fyrir ölvunarakstur eða ölvunarlæti. Alls voru sjö teknir fyrir ölvun við akstur. 28.8.2005 00:01
Skólahald ekki hafið á Suðureyri Kennsla við Grunnskólann á Suðureyri hófst ekki í síðustu viku, eins og annars staðar á landinu, vegna byggingaframkvæmda við skólalóðina, sem eru hálfu ári á eftir áætlun. Netútgáfa Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá þessu. 28.8.2005 00:01
Erill á Akureyri í nótt Sex fíkniefnamál komu upp á Akureyri yfir helgina, öll minniháttar, þar sem lagt var hald á kannabisefni og hvít efni, sem gætu verið amfetamín eða kókaín en ekki er búið að greina efnin. 28.8.2005 00:01
Gísli Marteinn með fund í Iðnó Gísli Marteinn Baldursson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ætlar að tilkynna í dag hvaða sæti hann stefnir á að ná í prófkjöri flokksins sem fram fer í haust. Stuðningsmenn Gísla hafa boðað til fundar í Iðnó klukkan 3 í dag. 28.8.2005 00:01
Fjöldi fíkla hefur þrefaldast Fjöldi fíkla sem nota ólögleg vímuefni hefur þrefaldast undanfarin tíu ár að því er fram kemur í ársriti SÁÁ. Vandinn er meiri en nokkru sinni fyrr og eru vímuefnafíklar veikari en nokkru sinni fyrr. 28.8.2005 00:01
Óbreytt líðan Líðan konunnar sem slasaðist í eldsvoða í Stigahlíð í gærmorgun er óbreytt. Hún er enn þungt haldin og er henni haldið sofandi í öndunarvél á Landspítala háskólasjúkrahúsi. 28.8.2005 00:01
Býður sig fram í fyrsta sætið Gísli Marteinn Baldursson hefur tilkynnt að hann ætli bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í komandi prófkjöri í haust. 28.8.2005 00:01
Hlupu frá slysstað Klukkan 07:05 barst lögreglu tilkynning frá vegfaranda að bifreið hefði farið útaf Ólafsfjarðarvegi skammt norðan við bæinn Hvamm og hefðu 2 menn verið í bifreiðinni. Í tilkynningunni kom einnig fram að menn þessir væru nú á gangi til norðurs eftir Ólafsfjarðarvegi. 28.8.2005 00:01
Tap vegna ólöglegra DVD diska Gríðalega háar fjárhæðir tapast á hverju ári vegna ólöglegrar framleiðslu og sölu DVD-mynda. Sextíu prósent Hollywood-mynda koma út í tapi og má rekja stóran hluta þess til ólöglegrar framleiðslu myndanna. 28.8.2005 00:01
Lélegt lundavarp í Vestmannaeyjum Kalt vor, lítið æti í sjónum og norðanhretið á stóran þátt í því að lundavarp hefur verið lélegt í Vestmannaeyjum og fáar pysjur komist á legg. Sandsílið er horfið úr sjónum og lundinn leitar nú á önnur mið en sænál hefur verið hans aðalæti í sumar. 28.8.2005 00:01
Tónlistarhús kynnt í október Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, segir að tónlistar- og ráðstefnuhöllin sem mun rísa á hafnarbakkanum sé eitt albesta og frambærilegasta uppbyggingarverkefni Íslandssögunnar. Hún verður kynnt landsmönnum í október. Gert er ráð fyrir að höllin verði opnuð árið 2009. 28.8.2005 00:01
Baráttuhugur í Gísla Marteini Gísli Marteinn Baldursson ætlar í borgarstjóraslaginn, segist treysta sér í baráttuna og ætlar að berjast eins og ljón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur einnig kost á sér í fyrsta sæti listans og má því búast við baráttu innan flokksins. 28.8.2005 00:01
Fjöldi eiturlyfjafíkla þrefaldast Fleiri á biðlistum eftir vímuefnameðferð deyja en áður, og fíklarnir eru veikari nú en nokkru sinni fyrr, að sögn yfirlæknis á Vogi. Fjöldi eiturlyfjafíkla hefur þrefaldast hér á landi á síðustu tíu árum. 28.8.2005 00:01
Vímuefnamarkaðurinn skipulagðari Þórarinn Tyrfingsson telur eins og lögreglan að tilraun til smygls á brennisteinssýru í vikunni sé merki um að amfetamín sé framleitt hér á landi. Hann segir margt benda til tengsla Íslands við alþjóðlega glæpastarfsemi. 28.8.2005 00:01