Karlmenn þurfa að opna augun 29. ágúst 2005 00:01 "Ég held við séum komin áleiðis í jafnréttisátt, en jafnrétti hefur samt sem áður enn ekki náðst," segir Cherie Booth Blair lögmaður í viðtali við Fréttablaðið, en hún er stödd hér á landi til að taka þátt í ráðstefnu kvenkyns menningarmálaráðherra sem nú stendur yfir. Cherie Booth er virtur lögmaður í Bretlandi en er einnig þekkt sem eiginkona Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. "Það er sannarlega einhver stífla í gangi, sérstakleg hvað varðar launajafnrétti. Við erum búin að berjast svo lengi fyrir launjafnrétti en það virðist sem okkur takist ekki að ná fullkomnu samræmi milli meðallauna karla og meðallauna kvenna. Ég er sannfærð um að skýringarnar á því er meðal annars að finna í barnagæslu. Ekki að fullu, en stórum hluta," segir hún. Fjárfesting í börnum Spurð hvort Bretar þurfi að auka úrræði í barnagæslu svo jafnrétti kynjanna aukist þar í landi, segir Booth að Bretar hafi tekið sig mikið ái. "Það hefur veirð eitt af forgangsatriðum ríkisstjórnar eiginmanns míns að auka við þjónustu í barnagæslu. Þegar ríkisstjórnin var nýtekin við stjórnartaumunum stefndum við á að geta boðið öllum fjögurra ára börnum leikskólapláss. Síðar færðum við það niður í þriggja ára börn, sem nú hefur tekist. Við höfum komið á áætlun sem nefnist "Örugg byrjun", sem miðar að því að hjálpa barnafjölskyldum sem eru ver settar," segir Booth. Aðstoðin nær til barna allt frá fæðingu. Boðið er upp á vöggustofur, upplýsingaþjónustu og aðstoð til fjölskyldna með ung börn, að sögn Booth. "Við leggjum mikla áherslu á þetta því við höfum komist að því að fjárfesting í börnum skilar sér síðar meir. Þetta er langtímaverkefni," segir hún. Booth bendir á að Bretar hafi lært mikið af reynslu Norðurlandaþjóðanna sem þeir taki sér til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Feðraorlof í fyrsta sinn Booth segir að annar mikilvægur þáttur í átt til jafnréttis kynjanna sé feðra- og mæðraorlof. "Við höfum bæði lengt fæðingarorlof mæðra og hækkað upphæðina sem mæður fá greitt á meðan þær eru í fæðingarorlofi," segir Boot. "Og við kynntum til sögunnar í fyrsta sinn tveggja vikna feðraorlof, sem er reyndar ekki jafn rausnarlegt og þriggja mánuða feðraorlofið ykkar, en það er skref í rétta átt," segir hún. Hún bendir á það að reyndar hafi konur í Bretlandi tækifæri til að taka lengra leyfi frá vinnu eftir fæðingu barns heldur en íslenskar konur, þótt þær fái ekki greitt allan tímann. "Við fáum greitt í 26 vikur og getum tekið aðrar 26 vikur launalaust, sem þýðir að við getum í raun tekið heilt ár í fæðingarorlof, sem ekki er hægt á Íslandi," segir hún. Barnagæslan mikilvæg Í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni fjallaði Cherie Booth um niðurstöður úr könnun sem Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gerði á stöðu kvenna í 58 löndum í heiminum. Löndum var raðað niður eftir því hversu lítið eða stórt bil var milli kynja í hverju landi. Tekið var tillit til fimm þátta: þátttöku kvenna á vinnumarkaðnum, tækifæri kvenna á vinnumarkaði, þátttöku í stjórnmálum og pólitískri ákvarðanatöku, aðgengi að menntun og heilsu og velferð. Samkvæmt skýrslunni er Ísland í þriðja sæti, á eftir Svíþjóð og Noregi, en Bretland í því áttunda. Norðurlöndin skipuðu efstu fimm sæti listans. Aðspurð segir Booth að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart. "Ég býst við því að ef einhver hefði ferðast um heiminn og beðið fólk að nefna þau lönd sem það teldi að jafnrétti væri hvað mest hefðu Norðurlöndin oftast komið upp. Ég er hins vegar stolt af því að í efstu tíu sætunum eru auk Norðurlandanna og Þýskalands, Bretland, Ástralía, Nýja Sjáland og Kanada, sem eru öll Samveldislönd," segir hún. Norðurlöndin fyrirmynd Þegar hún er spurð um hvað það sé sem Norðurlöndin hafi umfram önnur lönd svo jafnrétti sé meira hér, segir hún að það felist fyrst og fremst í barnagæslu. "Það gerir konum sannarlega kleift að fara aftur út á vinnumarkaðinn sannfærðar um að það sé ekki í óhag barnanna. Hins vegar tel ég að Norðurlöndin þurfi líka að skoða hvort þau séu að gera nægilega mikið fyrir konur sem vilja frekar vera heima og gæta sinna eigin barna með þeim sveigjanleika sem það felur í sér," segir hún. "Við höfum mikið rætt um það í Bretlandi að við verðum að horfast í augu við að barnauppeldi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir fjölskylduna, heldur fyrir allt samfélagið. Við verðum að gera þeim sem sinna uppeldisstörfum miklu hærra undir höfði í stað þess að hampa aðeins þeim sem gæta ekki barna sinna sjálfir heldur láta aðra um að passa þau. Þeir sem gæta barna ættu að njóta virðingar," segir Booth. Umræðan mikilvæg Þegar Booth er spurð á hvaða hátt ráðstefna, eins og sú sem hún er nú þátttakandi í, geti stuðlað að auknu jafnrétti í heiminum segir hún að það skili sér fyrst og fremst í vitundaraukningu. "Bara það að fá umræðu um þessi mál er mjög mikilvægt. Annað sem skiptir miklu máli er að skiptast á hugmyndum og að gera sér grein fyrir því að þróuðu löndin hafa ekki svör við öllu, en á hinn bóginn verðum við að hlusta á það sem þau hafa að segja, því það er mjög mikilvægt," segir hún. Þegar hún er spurð um hvað þurfi til svo karlkyns leiðtogar heimsins geri sér grein fyrir mikilvægi þess að jafnrétti kynjanna náist segir hún að þeir þurfi bara að opna augun. "Karlkyns leiðtogar þurfa einfaldlega að opna augun til þess að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að 50 prósent kjósenda þeirra, mæður þeirra, systur og dætur, hafa aðra forgangsröðun og þarfir sem eru ekki alltaf þær sömu og þeirra eigin en þær hafi samt sem áður fullan rétt á að fá viðurkenningu á þeim," segir Booth. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
"Ég held við séum komin áleiðis í jafnréttisátt, en jafnrétti hefur samt sem áður enn ekki náðst," segir Cherie Booth Blair lögmaður í viðtali við Fréttablaðið, en hún er stödd hér á landi til að taka þátt í ráðstefnu kvenkyns menningarmálaráðherra sem nú stendur yfir. Cherie Booth er virtur lögmaður í Bretlandi en er einnig þekkt sem eiginkona Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands. "Það er sannarlega einhver stífla í gangi, sérstakleg hvað varðar launajafnrétti. Við erum búin að berjast svo lengi fyrir launjafnrétti en það virðist sem okkur takist ekki að ná fullkomnu samræmi milli meðallauna karla og meðallauna kvenna. Ég er sannfærð um að skýringarnar á því er meðal annars að finna í barnagæslu. Ekki að fullu, en stórum hluta," segir hún. Fjárfesting í börnum Spurð hvort Bretar þurfi að auka úrræði í barnagæslu svo jafnrétti kynjanna aukist þar í landi, segir Booth að Bretar hafi tekið sig mikið ái. "Það hefur veirð eitt af forgangsatriðum ríkisstjórnar eiginmanns míns að auka við þjónustu í barnagæslu. Þegar ríkisstjórnin var nýtekin við stjórnartaumunum stefndum við á að geta boðið öllum fjögurra ára börnum leikskólapláss. Síðar færðum við það niður í þriggja ára börn, sem nú hefur tekist. Við höfum komið á áætlun sem nefnist "Örugg byrjun", sem miðar að því að hjálpa barnafjölskyldum sem eru ver settar," segir Booth. Aðstoðin nær til barna allt frá fæðingu. Boðið er upp á vöggustofur, upplýsingaþjónustu og aðstoð til fjölskyldna með ung börn, að sögn Booth. "Við leggjum mikla áherslu á þetta því við höfum komist að því að fjárfesting í börnum skilar sér síðar meir. Þetta er langtímaverkefni," segir hún. Booth bendir á að Bretar hafi lært mikið af reynslu Norðurlandaþjóðanna sem þeir taki sér til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Feðraorlof í fyrsta sinn Booth segir að annar mikilvægur þáttur í átt til jafnréttis kynjanna sé feðra- og mæðraorlof. "Við höfum bæði lengt fæðingarorlof mæðra og hækkað upphæðina sem mæður fá greitt á meðan þær eru í fæðingarorlofi," segir Boot. "Og við kynntum til sögunnar í fyrsta sinn tveggja vikna feðraorlof, sem er reyndar ekki jafn rausnarlegt og þriggja mánuða feðraorlofið ykkar, en það er skref í rétta átt," segir hún. Hún bendir á það að reyndar hafi konur í Bretlandi tækifæri til að taka lengra leyfi frá vinnu eftir fæðingu barns heldur en íslenskar konur, þótt þær fái ekki greitt allan tímann. "Við fáum greitt í 26 vikur og getum tekið aðrar 26 vikur launalaust, sem þýðir að við getum í raun tekið heilt ár í fæðingarorlof, sem ekki er hægt á Íslandi," segir hún. Barnagæslan mikilvæg Í fyrirlestri sínum á ráðstefnunni fjallaði Cherie Booth um niðurstöður úr könnun sem Alþjóðaefnahagsráðið, World Economic Forum, gerði á stöðu kvenna í 58 löndum í heiminum. Löndum var raðað niður eftir því hversu lítið eða stórt bil var milli kynja í hverju landi. Tekið var tillit til fimm þátta: þátttöku kvenna á vinnumarkaðnum, tækifæri kvenna á vinnumarkaði, þátttöku í stjórnmálum og pólitískri ákvarðanatöku, aðgengi að menntun og heilsu og velferð. Samkvæmt skýrslunni er Ísland í þriðja sæti, á eftir Svíþjóð og Noregi, en Bretland í því áttunda. Norðurlöndin skipuðu efstu fimm sæti listans. Aðspurð segir Booth að niðurstöðurnar hafi ekki komið sér á óvart. "Ég býst við því að ef einhver hefði ferðast um heiminn og beðið fólk að nefna þau lönd sem það teldi að jafnrétti væri hvað mest hefðu Norðurlöndin oftast komið upp. Ég er hins vegar stolt af því að í efstu tíu sætunum eru auk Norðurlandanna og Þýskalands, Bretland, Ástralía, Nýja Sjáland og Kanada, sem eru öll Samveldislönd," segir hún. Norðurlöndin fyrirmynd Þegar hún er spurð um hvað það sé sem Norðurlöndin hafi umfram önnur lönd svo jafnrétti sé meira hér, segir hún að það felist fyrst og fremst í barnagæslu. "Það gerir konum sannarlega kleift að fara aftur út á vinnumarkaðinn sannfærðar um að það sé ekki í óhag barnanna. Hins vegar tel ég að Norðurlöndin þurfi líka að skoða hvort þau séu að gera nægilega mikið fyrir konur sem vilja frekar vera heima og gæta sinna eigin barna með þeim sveigjanleika sem það felur í sér," segir hún. "Við höfum mikið rætt um það í Bretlandi að við verðum að horfast í augu við að barnauppeldi er mjög mikilvægt, ekki aðeins fyrir fjölskylduna, heldur fyrir allt samfélagið. Við verðum að gera þeim sem sinna uppeldisstörfum miklu hærra undir höfði í stað þess að hampa aðeins þeim sem gæta ekki barna sinna sjálfir heldur láta aðra um að passa þau. Þeir sem gæta barna ættu að njóta virðingar," segir Booth. Umræðan mikilvæg Þegar Booth er spurð á hvaða hátt ráðstefna, eins og sú sem hún er nú þátttakandi í, geti stuðlað að auknu jafnrétti í heiminum segir hún að það skili sér fyrst og fremst í vitundaraukningu. "Bara það að fá umræðu um þessi mál er mjög mikilvægt. Annað sem skiptir miklu máli er að skiptast á hugmyndum og að gera sér grein fyrir því að þróuðu löndin hafa ekki svör við öllu, en á hinn bóginn verðum við að hlusta á það sem þau hafa að segja, því það er mjög mikilvægt," segir hún. Þegar hún er spurð um hvað þurfi til svo karlkyns leiðtogar heimsins geri sér grein fyrir mikilvægi þess að jafnrétti kynjanna náist segir hún að þeir þurfi bara að opna augun. "Karlkyns leiðtogar þurfa einfaldlega að opna augun til þess að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd að 50 prósent kjósenda þeirra, mæður þeirra, systur og dætur, hafa aðra forgangsröðun og þarfir sem eru ekki alltaf þær sömu og þeirra eigin en þær hafi samt sem áður fullan rétt á að fá viðurkenningu á þeim," segir Booth.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent