Innlent

JB styrkir Stígamót næstu þrjú ár

Stígamót hafa gert þriggja ára samning við JB byggingafélag um styrk til reksturs sjálfshjálparhópa ásamt viðhaldi á húsnæði samtakanna. Starfsemi Stígamóta er umfangsmikil og hefur aukist á síðustu árum. Í tilkynningu frá Stígamótum kemur fram að á hverju ári leiti um 500 manns til samtakanna, þar af helmingur sem leitar hjálpar í fyrsta skipti. Fjöldi stuðningsviðtala er um 2000 á ári og starfræktir eru 10-12 lokaðir sjálfshjálparhópar. Sjálfshjálparhóparnir hafa verið starfræktir frá upphafi og er sá þáttur innra starfsins sem hefur skilað mestum árangri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×