Innlent

Tap vegna ólöglegra DVD diska

Gríðalega háar fjárhæðir tapast á hverju ári vegna ólöglegrar framleiðslu og sölu DVD-mynda. Sextíu prósent Hollywood-mynda koma út í tapi og má rekja stóran hluta þess til ólöglegrar framleiðslu myndanna. Hallgrímur Kristinsson, framkvæmdastjóri Samtaka myndrétthafa á Íslandi segir að þegar horft er fram í tímann tapi allir á ólöglegri framleiðslu DVD mynda og er almenningur þar með talinn. Þetta hafa bæði framleiðendur og samtök myndrétthafa reynt að benda á og sporna þannig við þeirri þróun sem verið hefur síðustu ár. Hann segir að sextíu prósent af öllum kvikmynd í Hollywood komi út með tapi og þegar svo mikill peningur fer úr umferð er ekki til nægilegur peningur til að framleið fleiri myndir. Hann segir tölurnar vera svakalegar því bara í söluá dsikum er kvikmyndageirinn í Hollywood að tapa þremur billjörðum dollara. Hér á landi sést lítið af ólöglegum eintökum sem seld eru af götusölum eins og margir þekkja frá útlöndum. Hér er mest um að fólk steli myndum af Netinu en það er þó talsvert um að Íslendingar kaupi ólöglega diska á ferðum sínum um hinn stóra heim. Hallgrímur sagði gæðin á þeim diskum undantekningalaust mjög slæm og dæmi um að fólk hafi hent myndunum þegar heim er komið. Dæmi eru um að evrópskir kvikmyndaframleiðendur hafi náð að borga upp myndir með sýningum í kvikmyndahúsum en allar aukatekjur sem sem áttu að koma vegna sölu diska hurfu vegna ólöglegrar dreifingar. Þetta hefur orðið til þess að enginn peningur hefur staðið eftir til að framleiða aðra mynd.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×