Innlent

Synti Vestfirðina

Sjórinn var kaldari en ég átti von á en á móti kemur að allstaðar fékk ég hlýrri móttökur en ég bjóst við," segir sundkappinn og fjöllistamaðurinn Benedikt Sigurðsson Lafleur sem lauk í gærkvöldi Vestfjarðasundi sínu þegar hann kom syndandi yfir þveran Ísafjörð. Benedikt hefur því synt samtals 35 kílómetra á níu dögum og farið yfir 31 fjörð. "Þessu er þó ekki enn lokið því næst fer ég þrjá firði á ströndum og jafnvel Jökulfirðina við Ísafjarðardjúp," segir Benedikt. Hann segir að um gjörvalla Vestfirði hafi honum verið vísað í heitan pott og boðið kaffi þegar hann kom til byggða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×