Innlent

Ræðarar fá hvergi að vera

Þótt lögreglusamþykkt Árborgar banni umferð farartækja um Ölfusá notar Kayakklúbburinn hana gjarnan fyrir æfingasvæði. Nokkrir ungir félagsmenn frá Hveragerði voru sektaðir fyrir nokkru og hefur klúbburinn nú beðið lögfræðing að kanna lögmæti samþykktarinnar. "Við teljum að þessi lögreglusamþykkt stangist á við Vatnalögin," segir Þorsteinn Guðmundsson, formaður Kayakklúbbsins. Félagið hefur áhuga á að sett verði upp æfingasvæði í Ölfusá. "Við megum eiginlega hvergi vera." Að sögn Þorsteins eru 50-80 manns í félaginu sem leggja stund á straumróður í ám. Það er einkum hópur ungmenna í Hveragerði, á aldrinum 14-20 ára sem notar Ölfusána. "En við höfum skotist í hana með þeim." Hann segir Ölfusá ekki hættulega fyrir kajakræðara. Hjá lögreglunni á Selfossi fengust þær upplýsingar að það þyrfti leyfi lögreglustjóra til að fara um ána.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×