Nýta tölvuleikjatækni í aðgerðum 29. ágúst 2005 00:01 Tölvuleikjatæknin mun nýtast læknum í auknum mæli til að gera hvers konar aðgerðir í framtíðinni. Heilbirigðistæknisvið Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur að undanförnu kannað með hvaða hætti þrívíddarlíkön, sem gerð eru úr kalki eða plasti, gætu nýst við undirbúning skurðaðgerða og annarra meðferðarúrræða á Landspítalanum. Útkoman er góð. Þorgeir Pálsson, sviðsstjóri heilbrigðistæknisviðs LSH, segir að með þessu sé hægt að láta skurðlækninn fá hlut af því líffæri eða því sem hann er að fást við í aðgerð og þannig geti hann undirbúiið aðgerðina betur og gert sér betur grein fyrir aðstæðum, hvernig líffæri liggja saman eða tengjast eða hvernig bein líti nákvæmlega út. Hann geti með þessu stytt aðgerðartímann og gert vinnuna þægilegri og hugsanlega auðvelda sjúklingnum aðgerðina eitthvað. Notaðar eru tölvusneiðmyndir og segulómmyndir af sjúklingum, þrívíddarlíkön eru þá búin til í tölvum og síðan er smíðað líkan af viðkomandi líffæri með nýrri tækni, sem stundum er kölluð þrívíddarprentun. Nákvæmt líkan sýnir ástandið fyrir aðgerð og er notað til skipulagningar og undirbúings á aðgerðinni. Þannig má til dæmis smíða eða stilla alla málmhluti í rétta stærð og lögun áður en aðgerðin hefst. Nokkur líkön hafa þegar verið smíðuð á Landspítalanum, meðal annars fyrir aðgerðir í munn- og kjálkaskurðækningum og fyrir endurhæfingu. Þórður Helgason heilbrigðisverkfræðingur segir um nýjung að ræða hérlendis en þetta hafi verið notað um nokkurra ára skeið erlendis. Verið sé að beita þessu á nýjum sviðum og fylgjast með vexti vöðva sem séu meðhöndlaðir með raförvun en það hafi ekki verið gert áður. Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Tölvuleikjatæknin mun nýtast læknum í auknum mæli til að gera hvers konar aðgerðir í framtíðinni. Heilbirigðistæknisvið Landspítala - háskólasjúkrahúss hefur að undanförnu kannað með hvaða hætti þrívíddarlíkön, sem gerð eru úr kalki eða plasti, gætu nýst við undirbúning skurðaðgerða og annarra meðferðarúrræða á Landspítalanum. Útkoman er góð. Þorgeir Pálsson, sviðsstjóri heilbrigðistæknisviðs LSH, segir að með þessu sé hægt að láta skurðlækninn fá hlut af því líffæri eða því sem hann er að fást við í aðgerð og þannig geti hann undirbúiið aðgerðina betur og gert sér betur grein fyrir aðstæðum, hvernig líffæri liggja saman eða tengjast eða hvernig bein líti nákvæmlega út. Hann geti með þessu stytt aðgerðartímann og gert vinnuna þægilegri og hugsanlega auðvelda sjúklingnum aðgerðina eitthvað. Notaðar eru tölvusneiðmyndir og segulómmyndir af sjúklingum, þrívíddarlíkön eru þá búin til í tölvum og síðan er smíðað líkan af viðkomandi líffæri með nýrri tækni, sem stundum er kölluð þrívíddarprentun. Nákvæmt líkan sýnir ástandið fyrir aðgerð og er notað til skipulagningar og undirbúings á aðgerðinni. Þannig má til dæmis smíða eða stilla alla málmhluti í rétta stærð og lögun áður en aðgerðin hefst. Nokkur líkön hafa þegar verið smíðuð á Landspítalanum, meðal annars fyrir aðgerðir í munn- og kjálkaskurðækningum og fyrir endurhæfingu. Þórður Helgason heilbrigðisverkfræðingur segir um nýjung að ræða hérlendis en þetta hafi verið notað um nokkurra ára skeið erlendis. Verið sé að beita þessu á nýjum sviðum og fylgjast með vexti vöðva sem séu meðhöndlaðir með raförvun en það hafi ekki verið gert áður.
Fréttir Innlent Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira