Innlent

Heiðraður hermaður sakfelldur

Ronald Ellis, liðþjálfi hjá bandaríska flughernum á Keflavíkurflugvelli, var nýverið dæmdur í ellefu mánaða herfangelsi fyrir að nota og selja kókaín og hindra framgang réttvísinnar. Ellis hefur margsinnis verið sæmdur heiðursmerkjum fyrir framgöngu sína fyrir flugherinn og bar hróður hans hæst í björgunaraðgerðum í Balkanskagastríðinu á tíunda áratug síðustu aldar. Frá þessu er greint í vikuritinu White Falcon sem gefið er út á Keflavíkurflugvelli.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×