Aðeins ákærður fyrir fíkniefnabrot 29. ágúst 2005 00:01 Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. Litháinn, sem kom með nærri tvo lítra af brennisteinssýru í tveim áfengisflöskum hingað til lands verður bara ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi samkvæmt þeim. Maðurinn kom með brennisteinssýruna með flugvél og stefndi með því augljóslega öryggi farþeganna í hættu. Engu að síður hefur ekki þótt ástæða til að ákæra hann samkvæmt almennum hegningarlögum fyrir að stofna öryggi flugfarþega í hættu. Brot þar að lútandi getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Ákæran er gefin út af lögreglustjóranum í Keflavík sem hefur ekki vald til að ákæra fyrir þann hluta almennra hegningarlaga sem nær til öryggis flugfarþega. Slík ákæra verður að koma frá ríkissaksóknara. Brennisteinssýra getur skapað mikla hættu um borð í flugvélum og jafnvel hreinlega brennt gat á þær og því málið augljóslega ekki sama eðlis og þegar um venjulegt fíkniefnasmygl er að ræða. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið óskað eftir rannsóknargögnum málsins. Aðspurð um hvort ekki hafi þótt rétt að óska eftir þeim með tilliti til eðlis málsins segir Kolbrún að ekki hafi þótt tilefni til þess að svo stöddu. Ekki hafi þótt ástæða til að kanna það frekar hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir annað en brot á fíkniefnalögum. Flugmálastjórn hefur lýst yfir verulegum áhyggjum af því að brennisteinssýran hafi komist um borð enda geti hún valdið mikilli hættu og jafnvel brennt gat á flugvélar. Flugmálastjórn hyggst kanna málið í samráði við flugverndaryfirvöld annars staðar í Evrópu á næstunni. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira
Litháinn sem reyndi að smygla nærri tveim lítrum af brennisteinssýru til landsins fyrir viku, hefur einungis verið ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum, en ekki almennum hegningarlögum. Farþegum í flugvélinni sem hann kom með stafaði þó augljós hætta af því að brennisteinssýran væri um borð. Litháinn, sem kom með nærri tvo lítra af brennisteinssýru í tveim áfengisflöskum hingað til lands verður bara ákærður fyrir brot á fíkniefnalögum. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi samkvæmt þeim. Maðurinn kom með brennisteinssýruna með flugvél og stefndi með því augljóslega öryggi farþeganna í hættu. Engu að síður hefur ekki þótt ástæða til að ákæra hann samkvæmt almennum hegningarlögum fyrir að stofna öryggi flugfarþega í hættu. Brot þar að lútandi getur varðað allt að fjögurra ára fangelsi. Ákæran er gefin út af lögreglustjóranum í Keflavík sem hefur ekki vald til að ákæra fyrir þann hluta almennra hegningarlaga sem nær til öryggis flugfarþega. Slík ákæra verður að koma frá ríkissaksóknara. Brennisteinssýra getur skapað mikla hættu um borð í flugvélum og jafnvel hreinlega brennt gat á þær og því málið augljóslega ekki sama eðlis og þegar um venjulegt fíkniefnasmygl er að ræða. Kolbrún Sævarsdóttir, saksóknari hjá embætti ríkissaksóknara, segir að ekki hafi verið óskað eftir rannsóknargögnum málsins. Aðspurð um hvort ekki hafi þótt rétt að óska eftir þeim með tilliti til eðlis málsins segir Kolbrún að ekki hafi þótt tilefni til þess að svo stöddu. Ekki hafi þótt ástæða til að kanna það frekar hvort rétt væri að ákæra manninn fyrir annað en brot á fíkniefnalögum. Flugmálastjórn hefur lýst yfir verulegum áhyggjum af því að brennisteinssýran hafi komist um borð enda geti hún valdið mikilli hættu og jafnvel brennt gat á flugvélar. Flugmálastjórn hyggst kanna málið í samráði við flugverndaryfirvöld annars staðar í Evrópu á næstunni.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Innlent „Vonbrigði“ Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Fleiri fréttir Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Sjá meira