Innlent

Mannauður kvenna ónýttur

"Aðstæður eru afar mismunandi eftir löndum, og bilið milli kynjanna að sama skapi misstórt, líkt og sjá má af skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins," sagði Þorgerður Katrín. Þorgerður Katrín sagði að tölulegar upplýsingar væru eitt, en tækifærið til þess að hafa áhrif annað. "Ef við viljum koma á breytingum verðum við að einbeita okkur að tækifærunum, eða öllu heldur, tækifærum sem enn eru ónýtt, sem eru geymd í hinum mikla mannauði kvenna víðs vegar um heiminn. Með þeim getum við stuðlað að félagslegum og efnahagslegum framförum með menntun og eflingu samfélagslegra gilda sem eru nauðsynleg til að stuðla að friði og samhljómi," sagði Þorgerður Katrín.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×