Fleiri fréttir

Unir dómi

27 ára hollensk kona sem var, í Héraðsdómi Reykjavíkur, dæmd í eins árs fangelsi fyrir kókaínsmygl í nóvember síðastliðinn hefur ákveðið að una dómnum.

Í fangelsi fyrir ölvunarakstur

Tveir menn fæddir árin 1947 og 1949 voru í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag dæmdir í þrjátíu daga fangelsi og til sviptingar ökuréttar ævilangt fyrir ölvunarakstur.

Gæsluvarðhald framlengt

Gæsluvarðhald yfir Ungverja, sem tekinn var með tæpt kíló af kókaíni innvortis á Keflavíkurflugvelli í lok desember, hefur verið framlengt um sex vikur.

Portúgalarnir duglegastir

Sjónvarp, pizza, karókí, diskótek. Þannig er lífið á félagsmiðstöðinni á Kárahnjúkum.

Hefur heimþrá

Portúgalinn Miguel Cordeiro er á öðrum samningi sínum á Kárahnjúkum. Hann var á hálendinu í tvo mánuði í haust og nú er hann búinn að vera í tvo mánuði til viðbótar. Samningurinn hans rennur út í júlí og þá segist hann ætla heim og ekki koma aftur því að hann hafi heimþrá. </font /></b />

Óska hjálpar íslensku lögreglunnar

Grunur leikur á að fleiri Íslendingar en þeir tveir sem nú sitja í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi tengist fíkniefnamáli sem kom upp eftir leit í Hauki ÍS þann sjötta janúar síðastliðinn. Þá fundust þrjú og hálft kíló af kókaíni og annað eins af hassi í klefa tveggja skipverjanna. Beiðni um hjálp íslensku lögreglunnar við rannsókn málsins er kominn af stað í þýska kerfinu.

Snyrtilegt vélaverkstæði

Jamal Shah frá Pakistan stýrir einu snyrtilegasta vélaverkstæði landsins. Verkstæðið er uppi á Kárahnjúkum en þar er allt á sínum stað raðað í fallegar heimasmíðaðar hillur eða hent á nagla og hvergi skít að sjá. </font /></b />

Heimsækja aðra skóla

Samstarf er milli grunnskólans á Kárahnjúkum og íslensks grunnskóla á Egilsstöðum og skólinn fer í skólaferðalag.

Líka í móðurhlutverki

Læknisheimsóknir á Kárahnjúkum voru 7.000 talsins í fyrra og er þá allt talið í þessu 1.600-1.700 manna þorpi. Þetta þykir mikið en búist er við að heimsóknirnar verði heldur færri á þessu ári enda hafi starfsmannastrúktúrinn breyst, nú hafi öðruvísi fólk valist til starfa. </font /></b />

Hæstánægð

Íslendingar eru margir hverjir og kannski flestir hæstánægðir og láta vel af sér í starfi hjá Impregilo á Kárahnjúkum.

Ágreiningur við Impregilo óleystur

Fundur Impregilo og verkalýðsfélaga leysti ekkert ágreiningsmála þeirra á milli, sagði Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, eftir fundinn.

Ræða saman án milliliða

Sinnaskipti urðu í gær í samskiptum ítalska fyrirtækisins Impregilo sem sér um stíflugerð á Kárahnjúkum og verkalýðsfélaga.

Allir jafnir sé farið að lögum

Ekki verður óskað eftir undanþágu frá íslenskum lögum til að auka samkeppnishæfni Íslendinga að störfum á Kárahnjúkum. Slíkt er þekkt í nágrannalöndunum vegna kaupskipa.

Aftur ákærðir fyrir kvótasvindl

Tveir útgerðarmenn hafa verið ákærðir fyrir stórfellt kvótasvindl. Þessir sömu menn voru sakfelldir fyrir rúmu ári fyrir mesta kvótasvindl Íslandssögunnar.

Auglýsing í New York Times í dag

Auglýsing Þjóðarhreyfingarinnar birtist í New York Times í dag. Í henni er írakska þjóðin beðin afsökunar á því að Ísland hafi stutt innrásina í Írak. Þjóðarhreyfingin, sem á sínum tíma barðist hart gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, safnaði fé meðal almennings til þess að borga auglýsinguna í New York Times, sem kostaði á þriðju milljón króna.

Ógnað með símtali og SMS-skeytum

Ungum manni sem var handtekinn í tengslum við komu forseta Kína hingað til lands sumarið 2002, var ógnað með símtali og SMS-sendingum úr síma lögregluþjóns í kjölfarið. Viðkomandi lögregluþjónn neitaði fyrir dómi í dag að hafa hringt eða sent piltinum skilaboðin.

OR kaupir Hitaveitu Rangæinga

Orkuveita Reykjavíkur hefur keypt Hitaveitu Rangæinga fyrir 120 milljónir króna. Kaupin leiða til þess að hitunarkostnaður heimila á Hellu og Hvolsvelli lækkar um 20-30% á næstu tveimur árum og ljósleiðari verður lagður um þorpin, samkvæmt tilkynningu frá Orkuveitunni.

Úganda og Ísland lönd frumkvöðla

Við fyrstu sýn virðist ekki mikið sameiginlegt með Afríkuríkinu Úganda og Íslandi en á tilteknu sameiginlegu sviði valta Úgandamenn yfir Íslendinga.

Samið um leikhús til fimm ára

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra, Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði og Hilmar Jónsson, leikhússtjóri Hermóðs og Háðvarar undirrituðu í gær samning til næstu fimm ára um stuðning ríkisins og Hafnafjarðarbæjar við starfsemi leikhússins.

Veiddu 116 tonn án kvóta

Ríkislögreglustjóri hefur höfðað opinbert mál gegn þremur mönnum fyrir að hafa á tímabilinu 3. september 2001 til 27. mars 2002 gert skip út frá Ólafsvík án veiðiheimilda og veitt rúmlega 116 tonn af þorski.

Skerpa þarf á reglum

Skerpa þarf á þvingunarúrræðum sem slökkviliðsstjórar geta gripið til í lögum ef slökkviliðstjóri telur að um almannahættu sé að ræða.

Teknar verði upp beinar viðræður

Impregilo hefur fallist á að taka upp beinar viðræður við verkalýðshreyfinguna, til þess að reyna að leysa ágreiningsmálin. Starfsmannastjóri Impregilo segir eðlilegt að verkalýðshreyfingin berjist fyrir sitt fólk.

Vill ekki opinbera fundargerðir

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis vill ekki að fundargerðir nefndarinnar verði gerðar opinberar. Hann ætlar að boða til fundar í nefndinni í næstu viku til að ræða hvort einhverjir nefndarmanna hafi rofið trúnað og lekið fundargerðum í fjölmiðla.

Segir nýja áætlun spennandi

Þingmaður Frjálslynda flokksins segir það álitshnekki fyrir þingmenn Suðurkjördæmis að Árni Johnsen hafi frumkvæði að því að boða til borgarafundar um framtíð Vestmannaeyja. Framkvæmdastjóri þróunarsviðs Vegagerðarinnar segir nýja kostnaðaráætlun vegna jarðganga til Eyja spennandi.

Hilmir Snær hættir

Hilmir Snær Guðnason sagði upp föstum samningi sínum við Þjóðleikhúsið í byrjun vetrar, eftir rúma áratuga fastráðningu. Á þeim tíma hefur hann leikið fjölmörg burðarhlutverk í leikritum hússins.

Áhersla á ufsa

Árni M. Mathiesen, sjávarútvegsráðherra, var viðstaddur við opnun Grænu vikunnar í Berlín daganna 20.-21. janúar. Heimsótti hann meðal annars sýningarbás þar sem Árni Simsen matreiðslumaður matreiddi íslenskan ufsa að viðstöddum gestum.

Uppnám í laxveiði Borgarfirði

Jón Ingvarsson, Sigurður Helgason og fleiri sem leigja Þverá í Borgarfirði, standa í vegi fyrir endurnýjuðu samkomulagi um upptöku laxaneta Hvítá. Þeir vilja ekki að heildargreiðslan til netabænda hækki úr 14,7 milljónum króna á ári í 16,5 milljónir. Formaður Veiðifélags Hvítár segir hægt að veiða í net undan Þverá en semja við aðrar ár.

Aldraðir sætta sig við ellina

Langflestir aldraðra hér á landi virðast sætta sig við ellina, samkvæmt nýlegum rannsóknum. Sjúkdómar tengdir kvíða eru sjaldgæfari hjá öldruðum en yngra fólki.

Stuðningurinn aldrei ræddur

Utanríkismálanefnd fjallaði aldrei um hugsanlegan stuðning Íslendinga við innrás Bandaríkjamanna og Breta á fundum sínum veturinn 2002 til 2003. Málefni Íraks komu til umræðu á tveimur fundum. </font /></b />

Breytir engu um vald ráðherra

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki taka þátt í því sem hann kallar "leik" sem skipti engu máli. Fulltrúum stjórnarandstöðu og Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd ber saman um að ákvörðunin um stuðninginn við innrásina í Írak hafi aldrei verið rædd í utanríkismálanefnd. </font /></b />

Gæti fengið flýtimeðferð þings

Bobby Fischer hefur beðið ríkisstjórn Íslands um ríkisborgararétt að sögn Sæmundar Pálssonar, vinar skákheimsmeistarans fyrrverand, eftir að japönsk stjórnvöld höfnuðu ósk hans um að fá að nýta sér dvalarleyfi á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskránni þarf lagasetningu Alþingis til að veita erlendum manni ríkisborgararétt á Íslandi. Það mál kemur til kasta allsherjarnefndar þingsins að fengnum tillögum dómsmálaráðuneytis.

Húsnæðisverð mun hækka meira

Sérfræðingar Íslandsbanka spá því að að húsnæðisverð hækki jafnvel enn meira í ár en í fyrra en þá hækkaði íbúðaverð í sérbýli um 25 prósent og um 17 prósent í fjölbýli. Þessa spá byggir bankinn á greiðari aðgangi að lánsfjármagni með tilkomu húsnæðislána bankanna, rýmri lánaheimildum Íbúðalánasjóðs, lækkandi raunvöxtum og auknum kaupmætti.

Óvenju góður loðnuafli

Loðnuaflinn frá áramótum er kominn yfir 80 þúsund tonn sem er óvenju góður afli. Skipin eru ýmist á veiðum, á landleið með fullfermi eða á útleið eftir löndun. Að minnsta kosti tvö stór loðnuskip sem ekki eru á veiðum fara á miðin og dæla í sig afla úr veiðarfærum annarra skipa til þess að flytja hann í land svo hin skipin geti haldið veiðum áfram.

Skíðasvæði Ísfirðinga opnar í dag

Skíðasvæði Ísfirðinga í Tungudal verður opið frá klukkan tvö og fram á kvöld enda frábært veður á svæðinu, sól og blíða, en 4-6 stiga frost, logn og léttskýjað. Göngubrautir verða tilbúnar klukkan tólf við verslunarmiðstöðina á Skeiði.

Esso og Olís taka til baka hækkun

Bæði Esso og Olís hafa tekið til baka tveggja krónu hækkun á bensínlítrann frá því fyrr í vikunni en hvorki Skeljungur né Atlantsolía hækkuðu verðið í kjölfar hinna. Þessi atburðarás gefur óneitanlega vísbendingu um samkeppni.

Óþreyjufullar eftir hrútnum

Kindurnar í Suðurey í Vestmannaeyjum eru orðnar svo óþreyjufullar eftir að hrúturinn komi til þeirra úr landi nú á fengitímanum að þær hlaupa fram klettabrúnirnar í hvert skipti sem þær heyra í báti sigla hjá, í von um að þar sé kavalerinn um borð á leið til þeirra.

Beiðni Fischers umdeild

Bobby Fischer hefur póstlagt beiðni um íslenskan ríkisborgararétt. Stjórnvöld hafa ekki tekið afstöðu en formanni Vinstri grænna líst ekki vel á að veita Fischer ríkisborgararétt án þess að huga að fordæminu sem það skapi. Formanni Samfylkingarinnar líst hins vegar mjög vel á og segir Fischer hafa sérstöðu umfram aðra sem sækja um íslenskt ríkisfang.

Eyrarrósin afhent í dag

Eyrarrósin verður afhent á Bessastöðum klukkan þrjú í dag en hún er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Rokkhátíð alþýðunnar á Ísafirði, „Aldrei fór ég suður“, listahátíðin „Á seyði“ á Seyðisfirði og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði eru þau þrjú verkefni sem verða sérstaklega kynnt úr hópi fjölmargra tilnefndra.

Hálka víða um land

Hálka er víða á Suðurlandi og á Mosfellsheiði er þæfingsfærð og skafrenningur. Þá er hálka á Vesturlandi og hálka og snjóþekja á Vestfjörðum. Á Norður- og Austurlandi er einnig víða hálka, snjóþekja, snjókoma og skafrenningur. Á Breiðdalsheiði er hálka og éljagangur og ófært er um Öxi.

Maður ársins á Suðurnesjum

Víkurfréttir hafa útnefnt Tómas J. Knútsson mann ársins á Suðurnesjum 2004 en hann er þekktur fyrir störf sín að umhverfismálum. Tómas er stofnandi og formaður Bláa hersins, samtaka sem berjast fyrir hreinsun og verndun umhverfisins.

Garðar lætur af formennsku í ÖBÍ

Emil Thóroddsen, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur tekið við formennsku af Garðari Sverrissyni sem lætur af störfum af heilsufarsástæðum. Frá þessu var gengið á fundi framkvæmdastjórnar bandalagsins í dag.

Hákon Eydal fellur frá kröfunni

Hákon Eydal, sem hefur viðurkennt að hafa banað barnsmóður sinni Sri Rhamawati, hefur fallið frá kröfu um nýja geðrannsókn. Við þingfestingu málsins gegn honum fyrr í mánuðinum gerði hann þessa kröfu og var milliþinghald um það í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Ríflega 600 nýir ríkisborgarar

Á síðasta ári var 637 útlendingum veittur íslenskur ríkisborgararéttur, að því er fram kemur hjá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Segja ríkið hafa gefið grænt ljós

Undirbúningur byggingar nýs hátæknisjúkrahúss á Landspítalasvæðinu er hafinn af fullum krafti. Formaður uppbyggingarnefndar lítur svo á að ríkið hafi gefið grænt ljós með lóðasamningum við Reykjavíkurborg og heimild til undirbúningsvinnu. </font /></b />

Ísland örum skorið

Tíu náttúruverndarsamtök gefa út kortið "Ísland örum skorið" sem sýnir hvaða breytingar verða á miðhálendi Íslands ef stóriðjuáform stjórnvalda ná fram að ganga. Af því tilefni verður opinn kynningarfundur á Hótel Borg klukkan 13 í dag.

Sjá næstu 50 fréttir