Innlent

Auglýsing í New York Times í dag

Auglýsing Þjóðarhreyfingarinnar birtist í New York Times í dag. Í henni er írakska þjóðin beðin afsökunar á því að Ísland hafi stutt innrásina í Írak. Þjóðarhreyfingin, sem á sínum tíma barðist hart gegn fjölmiðlafrumvarpi ríkisstjórnarinnar, safnaði fé meðal almennings til þess að borga auglýsinguna í New York Times, sem kostaði á þriðju milljón króna. Við hæfi þótti að birta hana á sama tíma og George Bush sór embættiseið sem forseti Bandaríkjanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×