Innlent

Hilmir Snær hættir

Hilmir Snær Guðnason sagði upp föstum samningi sínum við Þjóðleikhúsið í byrjun vetrar, eftir rúma áratuga fastráðningu. Á þeim tíma hefur hann leikið fjölmörg burðarhlutverk í leikritum hússins. Hilmir segir uppsögnina ekkert með Tinnu Gunnlaugsdóttir, núverandi leikhússtjóra, að gera, enda hafi hann sagt upp áður en ljóst var hver tæki við leikhúsinu. "Ég er bara aðeins að losa mig um, en mun klára þennan vetur." Næsta haust mun hann setja upp sýningu ásamt Stefáni Baldurssyni, auk þess segir hann að möguleiki sé á að hann fái verkefni erlendis. "Það er þó ekki loku fyrir það skotið að ég leiki áfram í Þjóðleikhúsinu."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×