Innlent

Portúgalarnir duglegastir

Félagsmiðstöð er rekin á Kárahnjúkum með bíósýningum og fjöri á laugardögum, pizzu, diskóteki, karaókí og annarri dagskrá. Félagsmiðstöðin er vel sótt, að sögn Sóleyjar Arnardóttur klúbbstjóra, sérstaklega af Portúgölunum enda er reynt að hafa fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Í félagsmiðstöðinni eru þrjú sjónvarp og nota Kínverjarnir eitt, Portúgalarnir eitt og Ítalarnir eitt. Fótboltaleikir eru sýndir og svo er hægt að tefla eða spila og fá lánaðar bækur. Félagsmiðstöðin er einnig opin í hádeginu og er þá hægt að fá sér kaffi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×