Innlent

Maður ársins á Suðurnesjum

Víkurfréttir hafa útnefnt Tómas J. Knútsson mann ársins á Suðurnesjum 2004 en hann er þekktur fyrir störf sín að umhverfismálum. Tómas er stofnandi og formaður Bláa hersins, samtaka sem berjast fyrir hreinsun og verndun umhverfisins. Frá árinu 1998 hefur Tómas ásamt liðsmönnum Bláa hersins hreinsað yfir 40 tonn af rusli úr höfnum og fjörum á Suðurnesjum. Tómas hefur virkjað marga til þátttöku í hreinsunarstörfum og meðal annars unnið mikið með ungu fólki ásamt Reykjanesbæ að hreinsunarverkefnum. Síðustu 30 ár hefur Tómas stundað köfun og tekið þúsundir neðansjávarljósmynda. Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta, afhenti Tómasi viðurkenningarskjal en í skjalinu segir að Tómas hafi verið valinn maður ársins fyrir óeigingjarnt starf í þágu umhverfisins síðustu tíu ár. Blái herinn, með Tómas í fararbroddi, hefur átt stóran þátt í að gera íbúa Suðurnesja meðvitaða um umhverfisvernd og fegrun umhverfisins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×