Innlent

Garðar lætur af formennsku í ÖBÍ

Emil Thóroddsen, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, hefur tekið við formennsku af Garðari Sverrissyni sem lætur af störfum af heilsufarsástæðum. Frá þessu var gengið á fundi framkvæmdastjórnar bandalagsins í dag. Emil Thóroddsen hefur verið framkvæmdastjóri Gigtarfélags Íslands frá árinu 1994. Hann tók sæti í aðalstjórn Öryrkjabandalagsins sama ár. Emil var kjörinn í framkvæmdastjórn bandalagsins árið 1999 og varaformaður þess árið 2000. Þeirri stöðu hefur hann gegnt þar til nú að hann tekur við embætti formanns. Garðar Sverrisson tók fyrst sæti í aðalstjórn ÖBÍ árið 1996. Garðar var kjörinn varaformaður árið 1997 og formaður árið 1999. Í yfirlýsingu sem hann hefur sent aðildarfélögum Öryrkjabandalagsins gerir hann grein fyrir tildrögum ákvörðunar sinnar og þakkar velvilja og hlýhug í sinn garð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×