Innlent

Ræða saman án milliliða

Sinnaskipti urðu í samskiptum ítalska fyrirtækisins Impregilo sem sér um stíflugerð á Kárahnjúkum og verkalýðsfélaga. Ákveðið var á fundi Impregilo í gær með forsvarsmönnum verkalýðsfélaga starfsmanna á svæðinu, utan rafiðnaðarsambandsins, að ná samkomulagi milliliðalaust. Fundarmenn segja ágreiningsefnin fá en snúin. Ekki fékkst uppgefið hver ágreiningsefnin eru á sameiginlegum blaðamannafundi Impregilo og íslenskra auk þriggja forsvarsmanna ítalskra verkalýðsfélaga og eins frá Alþjóðsambandi byggingarmanna. Marion Hellmann, forsvarmaður Alþjóðasambands byggingarmanna hefur ásamt þeim ítölsku kynnt sér aðbúnað starfsmanna á Kárahnjúkum síðust tvo daga. Marion sagði að við fyrstu sýn virtist sem allir alþjóðasamningar væru virtir. Húsnæði mannanna hefðu verið bætt og væru í góðu standi en þeir hafi sett út á öryggismál við stífuvinnsluna. Úrbóta sé þörf strax. Fylgst verði með og sinni íslensku verkalýðsfélögin eftirlitinu nú sem áður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×