Innlent

Úganda og Ísland lönd frumkvöðla

Við fyrstu sýn virðist ekki mikið sameiginlegt með Afríkuríkinu Úganda og Íslandi en á tilteknu sameiginlegu sviði valta Úgandamenn yfir Íslendinga. Úganda er helst þekkt fyrir að þar réð harðstjórinn Idi Amin ríkjum í mörg ár. Hann bauð óvinum sínum stundum í mat en láðist að geta þess að þeir yrðu sjálfir á matseðlinum. Það sem er þó líkt með Íslandi og Úganda er að þar eru fjölmargir frumkvöðlar. Í niðurstöðum alþjóðlegrar rannsóknar samtaka sem kalla sig Global Enterpreneurship Monitor kemur fram að Ísland er með hæsta hlutfall frumkvöðlastarfsemi af þeim Evrópulöndum sem taka þátt í rannsókninni. Um 13,5 prósent einstaklinga á aldrinum 18-64 ára taka þátt í frumkvöðlastarfsemi á Íslandi. Það er svipað því sem gerist í Bandaríkjunum og mun hærra hlutfall en annars staðar á Norðurlöndum. Það er full ástæða til þess að vera ánægð með þetta en þessi dugnaður bliknar þó í samanburði við árangur vina okkar í Úganda. Þar er hlutfall frumkvöðla hvorki meira né minna en 40 prósent. Þeir sem sagt rúlla okkur upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×