Innlent

Ágreiningur við Impregilo óleystur

Fundur Impregilo og verkalýðsfélaga leysti ekkert ágreiningsmála þeirra á milli, sagði Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, eftir fundinn. Íslensku verkalýðsfélögin hafa áhyggjur af launamálum starfsmanna Impregilo, aðbúnaði í og eftir vinnu og mikilli starfsmannaveltu. Á fundinum voru lagðar skýrari línurnar fyrir samskipti þeirra. Leisa á ágreininginn án milliliða. Finnbjörn segir að óskað hafi verið eftir fundi með Impregilo frá miðjum nóvember. Boðunum hafi ekki verið sinnt. Yfirmaður starfsmannamála Impregilo, Franco Ghiringhelli, sagði hugsanlegt að fyrirtækið hafi upphaflega gert mistök í samskiptum sínum við Verkalýðsfélögin. Þeim verði sinnt frá og með þessum fundi: "Ég tel að þau starfi eftir eigin sannfæringu. Ég trúi jafnframt að Impregilo fari að lögum." Sautján Íslendingar voru meðal 68 umsækjenda um störf á svæðinu þegar síðast var auglýst. Fáir þeirra uppfylltu skilyrði sem sett voru, samkvæmt starfsmannahaldi Impregilo.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×