Fleiri fréttir

Snjóflóðahætta að verða liðin tíð

Ekkert íbúðarhús í Ísafjarðarkaupstaðnum sjálfum var rýmt í óveðrinu fyrir nokkrum dögum og Ísafjarðarbær, með Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Hnífsdal innanborðs, er í heild að verða býsna öruggt svæði gagnvart snjóflóðum, að sögn Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra.

Laun bæjarfulltrúa lækkuð

Tillaga um að lækka laun bæjarfulltrúa og bæjarráðsmanna í Reykjanesbæjar var borin upp á bæjarstjórnarfundi í gær og var tillögunni vísað til bæjarráðs. Það var Guðbrandur Einarsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar, sem bar tillöguna fram en nauðsynlegt er að draga úr kostnaði hjá yfirstjórn bæjarins um fjórar milljónir króna.

Fullnægjandi meðferð gæti fundist

Samstarf norrænna vísindamanna hefur leitt í ljós að frávik í tveimur genum auki líkurnar á því fá gigtarsjúkdóminn lúpus sem oft nefnist „rauðir úlfar“ á íslensku. Að sögn Snævars Sigurðssonar lífefnafræðings hefur verkefnið staðið yfir í rúm þrjú ár. Uppgötvunin getur orðið til þess að fullnægjandi meðferð finnist innan tíðar. 

Úrbætur í íslenskukennslu

Stjórnvöld hafa ákveðið að efna til samstarfs við Kennaraháskólann um úttekt á íslenskukennslu innflytjenda og tillögum til úrbóta, að sögn Árna Magnússonar félagsmálaráðherra. Hann kvaðst frekar eiga von á að bætt yrði úr vanköntum sem kynnu að koma fram. Hann teldi að úrbóta væri þörf.

Einnota atvinnuleyfi

Ný tegund atvinnuleyfa er nú til athugunar í félagsmálaráðuneytinu, að sögn Árna Magnússonar ráðherra þar á bæ.

Óvenju mikil velta í haust

Um 6% íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafa skipt um eigendur frá því bankarnir hófu að bjóða verðtryggð íbúðalán á sambærilegum kjörum og Íbúðalánasjóður síðastliðið haust. Þetta er óvenju mikil velta að sögn greiningar Íslandsbanka.

110 ára afmæli skáldsins fagnað

Á föstudaginn hefði skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi orðið 110 ára. Í tilefni af því verður opnuð sýning um Davíð í bókasal Þjóðmenningarhússins við Hverfisgötu þar sem hann verður Skáld mánaðarins. Dagskráin hefst klukkan 17 með ávarpi Guðmundar Andra Thorssonar.

Nígeríumaðurinn farinn úr landi

Þrítugur Nígeríumaður sem handtekinn var í tengslum við umfangsmikið smygl á kókaíni er farinn úr landi. Maðurinn var tekinn í kjölfar þess að þrítugur Ungverji var tekinn í Leifsstöð með tæpt kíló af kókaíni innvortis í áttatíu hylkjum.

Nokkrir árekstrar á Hellisheiði

Nokkrir árekstrar hafa orðið á Hellisheiði sem er enn lokuð vegna mikils óveðurs, blindhríðar, skafrennings og hálku. Ekki hafa orðið slys á fólki eftir því sem best er vitað. Lögreglan ræður fólki eindregið frá því að vera á ferðinni á þessu svæði.

Viðbótarkennsla vegna verkfallsins

Níundi og tíundi bekkur í grunnskólum Kópavogs fá viðbótarkennslu vegna kennaraverkfallsins í haust. Tíundi bekkur fær 60 kennslustundir og níundi bekkur tuttugu. Auk þess geta skólar í Kópavogi sótt um viðbótarkennslustundir til að koma til móts við þá nemendur sem taldir eru þurfa á sérstakri aðstoð að halda vegna verkfallsins.

Eyrarrósin veitt í fyrsta sinn

Á morgun verður Eyrarrósin, sérstök viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, veitt í fyrsta sinn. Þrjú verkefni hafa verið valin úr hópi fjölmargra umsækjenda og verða þau kynnt sérstaklega á Bessastöðum klukkan 15 á morgun.

Sátt um fyrirkomulag um rýmingu

Sýslumenn, bæjarstjórar og sveitarstjórar á þéttbýlisstöðum á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum lýsa yfir að þeir hafi góða reynslu af því fyrirkomulagi sem er um rýmingu húsa. Ástæða yfirlýsingarinnar er umfjöllun í fjölmiðlum um að Veðurstofan hafi of mikið vald til rýmingar.

Þekkta fólkið neytir kókaíns

Hörður Jóhannesson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir hóp fíkniefnaneytenda orðinn breiðari. Áður hafi verið litið á fíkniefnaneytendur sem hálfgerða aumingja en annað eigi við þá sem eru í kókaínneyslu sem eru mikið til þekkta og fína fólkið.

Fleygði hassinu fram af svölum

Fjögur hundruð grömm af hassi fundust í húsleit á heimili tuttugu og fimm ára manns í Reykjavík seinni partinn á þriðjudag. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöðina til yfirheyrslu.

Atvinnuleysi minnkar lítillega

Á fjórða ársfjórðungi 2004 var atvinnuleysi 2,5 prósent samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysið 2,9 prósent.

Fór strax úr landi

Nígeríumaður sem handtekinn var í tengslum við innflutning á tæpu kílói kókaíni fyrir tveimur vikum hefur verið látinn laus. Sá sem flutti kókaíni inn er tæplega þrítugur Ungverji en hann situr enn í gæsluvarðhaldi.

Viðurkennir fyrningu kærunnar

Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum viðurkennir að kæra sem kona lagði fram á hendur fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir líkamsárás var orðin fyrnd þegar maðurinn var ákærður. 

Halldór neitar að tjá sig

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra neitar að tjá sig um ákvörðun hans og Davíðs Oddssonar um stuðning Íslands við Íraksstríðið. Fréttastofan hefur nú í þrjá daga leitað eftir skýringum hans á svörum þess efnis að ákvörðunin hafi verið rædd í utanríkismálanefnd.

Afkoman versnar

Afkoma botnfiskveiða versnaði frá árinu 2002 til ársins 2003 en afkoma botnfiskvinnslu batnaði. Þetta kemur fram í hefti Hagstofunnar um sjávarútveg. Helstu botnfisktegundir eru þorskur, ýsa og karfi.

Þiggja eftirlaun í fullu starfi

Sex fyrrverandi ráðherrar, sem enn eru í fullu starfi á vegum ríkisins, þiggja eftirlaun í samræmi við lög um eftirlaun æðstu embættismanna ríkisins sem samþykkt voru í árslok 2003.

Nauðugur einn kostur

Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, hefur vísað ágreiningi sínum við formann og varaformann sóknarnefndar, auk sóknarprests og djákna, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar.

Bara bréf frá biskup

Matthías G. Pétursson, formaður sóknarnefndar Garðanefndar segir að greinargerð verði send úrskurðanefnd þjóðkirkjunnar þann 8. febrúar og úrskurði sé að vænta eftir þann tíma.

Koma fjörutíu Kínverja stöðvuð

Koma rúmlega 40 Kínverja sem hugðust starfa á Kárahnjúkum hefur verið stöðvuð. Þeir fá ekki atvinnuleyfi meðan rannsókn ráðuneyta á starfsmannamálum Impregilo fer fram. Kínverjarnir höfðu fengið dvalarleyfi hjá Útlendingastofnun þrátt fyrir að atvinnuleyfi lægi ekki fyrir.

Kennara að taka til eftir sig

Skilaboð frá borgarfulltrúum til kennara eru að þeir hafi gengið of langt, segir Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur.

Mjöll Frigg gæti átt rétt á bótum

Eigandi Mjallar Friggjar hafði samband við skipulagsyfirvöld Kópavogsbæjar áður en klórverksmiðjan fluttist þangað. Hafi fyrirtækið fengið vilyrði fyrir starfsleyfi gæti bærinn verið skaðabótaskyldur. </font /></b />

Ofsaveður á Hellisheiði

Ofsaveður gekk yfir Hellisheiði og Hveragerði í dag. Loka þurfti heiðinni fyrir umferð vegna veðurs og björgunarsveitarmenn hjálpuðu gangandi vegfarendum og skólabörn í Hveragerði. 

Fleiri þarf í iðngreinar

Það er áhyggjuefni hversu fáir sækja iðn- og tæknimenntun hér á landi og það þarf að breyta ríkjandi viðhorfum í garð iðnmenntunar þar sem aukin þörf er fyrir verk- og iðnmenntað fólk. Þetta var meðal þess sem kom fram á málþingi í tilefni Menntadags iðnaðarins á þriðjudag.

Margir fastir á Hellisheiði

Hjálparsveit skáta í Hveragerði var kölluð út um hádegi í gær til að aðstoða bíla sem voru í vandræðum á Hellisheiði. Margir bílar lentu í vandræðum í gær vegna ófærðar. Þá voru björgunarsveitarmenn úr Hveragerði beðnir um aðstoð innanbæjar í Hveragerði við að koma skólabörnum til síns heima og aðstoða heilbrigðisstarfsfólk við að komast leiðar sinnar.

Minnka áhættu á vímuefnafíkn

Hægt er að draga úr áhættu á vímuefnafíkn og afbrotahneigð til muna með því að meðhöndla væga ofvirkni og athyglisbrest þegar í barnæsku. Stefán J. Hreiðarsson, barnalæknir á Greiningarstöð ríkisins, segir umræðuna um geðraskanir barna á villigötum. Um mikilvægt forvarnarstarf sé að ræða.

Eþíópímaður dæmdur í fangelsi

Eþíópíumaður með sænskt ríkisfang var í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir aðstoða par frá Eþíópíu við að komast ólöglega inn í landið. Maðurinn var handtekinn í Leifsstöð skömmu fyrir áramót ásamt fólkinu sem kom hingað frá Osló, en ferðinni var heitið áfram vestur til Bandaríkjanna.

Kjör eldri borgara versna

Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, segir að kjör eldri borgara hafi dregist verulega aftur úr kjörum annarra og opinber þjónusta hafi hækkað verulega umfram kjör þessa hóps.

Essó afturkallaði hækkun

Essó afturkallað tveggja krónu hækkun á eldsneyti aðeins sólahring eftir að hafa hækkað verðið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, segir að verðið hafi verið lækkað aftur vegna samkeppninnar á markaðnum.

Kennsla aukin í Kópavogi

Skólanefnd Kópavogs hefur ákveðið að bæta nemendum 9. og 10. bekkja upp hluta þeirrar kennslu sem féll niður vegna kennaraverkfallsins í haust.

Fyrsta íslenska fluguveiðihjólið

Fyrsta íslenska fluguveiðihjólið kemur á markað í vor og er sérhannað fyrir hinn sterka íslenska lax. Heiti hjólsins tengist veiðivon og hjátrú. 

Skoða aðstæður á Kárahnjúkum

Fulltrúar ítölsku verkalýðshreyfingarinnar og Alþjóðasambands byggingaverkamanna skoða aðstæður verkamanna hjá Impregilo á Kárahnjúkum í dag. Þeir ætla að segja skoðun sína hreinskilnislega eftir ferðina.

Opinberir starfsmenn á sérkjörum

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og núverandi sendiherra í Finnlandi, hefur rétt á tæplega 400.000 króna eftirlaunum á mánuði auk fullra launa vegna sendiherrastöðu sinnar, sem nema tæpri milljón króna sem er að stórum hluta skattfrjáls. Sjö fyrrverandi ráðherrar fá greidd eftirlaun þrátt fyrir að vera í fullu starfi á vegum ríkisins og samtals þáðu þeir sautján milljónir í eftirlaunagreiðslur á liðnu ári.

Festi bíl sinn á Fróðárheiði

Björgunarsveitarmenn og lögregla frá Ólafsvík komu ökumanni til aðstoðar eftir að hann festi bíl sinn í skafli á Fróðárheiði.

Enn að heiman

Hjálmar Sigurðsson ábúandi á Hrauni í Hnífsdal og fjölskylda hans hafa ekki geta dvalið heima hjá sér síðan að snjóflóð féll á bæ þeirra í síðustu viku. Stór hluti af bænum eyðilagðist í flóðinu, en beðið er eftir efni sem pantað hefur verið til viðgerðar.

Hættuástandi aflétt á Vestfjörðum

Almannavarnanefnd á Ísafirði ákvað á sjöunda tímanum í morgun að aflétta hættuástandi á Ísafirði og getur fólk, sem rýma þurfti hús sín þar í gær, snúið aftur til síns heima. Hættuástandi hefur líka verið aflétt í Bolungarvík og á Patreksfirði.

Fleiri fá ríkisborgararétt

Aldrei hefur jafnmörgum verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur og í fyrra en þá fengu 637 útlendingar ríkisborgararétt. Fjölgunin á milli ára er veruleg því árið 2003 fengu 436 útlendingar ríkisborgararétt og árið 2002 voru þeir 364 samkvæmt tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu.

Tafir vegna árekstrar

Töluverðar umferðartafir urðu eftir þrír bílar lentu í árekstri á mótum Miklubrautar, Hringbrautar og Snorrabrautar um áttaleytið í morgun. Engan í bílunum sakaði en þeir skemmdust mikið.

ÍE og SÁÁ rannsaka fíkn

Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa samið um að starfa saman að rannsóknum á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa en rannsaka á líffræðilegar orsakir fíknar, eins og fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu.

Gengi krónunnar í sögulegu hámarki

Gengi krónunnar náði sögulegu hámarki í gær þegar gengisvísitalan mældist lægri en hún hefur verið í fjögur og hálft ár. Á rúmum þremur árum hefur gengi krónunnar hækkað um meira en þriðjung.

Esso hækkar bensínverð

Olíufélagið Esso hækkaði bensínlítrann um tvær krónur í gær og kostar lítrinn nú liðlega hundrað krónur á sjálfsafgreiðslustöðvum félagsins. Hin félögin hafa ekki hækkað bensínverð.

Ofgreitt fyrir Stjörnubíósreit

Reykjavíkurborg borgaði 55 prósentum meira en hæsta markaðsverð á svæðinu þegar hún keypti Stjörnubíósreitinn við Laugaveg. Þetta kemur fram í úttekt sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins gerðu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir að um hreina spillingu hafi verið að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir