Fullnægjandi meðferð gæti fundist 19. janúar 2005 00:01 Samstarf norrænna vísindamanna hefur leitt í ljós að frávik í tveimur genum auki líkurnar á því fá gigtarsjúkdóminn lúpus sem oft nefnist „rauðir úlfar“ á íslensku. Að sögn Snævars Sigurðssonar lífefnafræðings hefur verkefnið staðið yfir í rúm þrjú ár. Snævar vinnur að doktorsverkefni um rauða úlfa á lyfjavísindadeild Háskólans í Uppsölum í Svíþjóð. Rannsóknin beindist sérstaklega að genum sem tengjast þeim hluta ónæmiskerfisins sem notar boðefnið interferon við virkjun ónæmissvars. Fyrir fimmtán árum uppgötvaðist fyrir tilviljun að interferon framkallaði einkenni rauðra úlfa. Sjúkdómurinn herjar á um það bil einn af hverjum 1500 Vesturlandabúum. Ónæmiskerfið ræðst gegn eigin líkama í stað þess að verjast sýkingum og veldur bólgum og gigt sem getur skemmt út frá sér. Snævar segir að eftir um tíu ár verði kannski hægt að nota niðurstöðurnar sem viðmið til að greina sjúkdóminn á tiltölulega einfaldan hátt. Hann segir að rannsókn hans og fleiri norrænna vísindamanna hafi vakið athygli og verið gerð skil í vefútgáfu erfðafræðitímaritsins American Journal of Human Genetics í gær. Sjúkdómurinn er mjög einstaklingsbundinn því sumir geta lifað með honum án einkenna á meðan aðrir verða mjög veikir afar fljótt. Spurður hvort uppgötvunin geti orðið til þess að fullnægjandi meðferð finnist innan tíðar segist Snævar vona það, a.m.k. hjá sumum sjúklingum. Áhuginn fyrir þessu er í það minnsta mikill og nokkur lyfjafyfirtæki hafa þegar haft samband við Snævar og félaga. Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira
Samstarf norrænna vísindamanna hefur leitt í ljós að frávik í tveimur genum auki líkurnar á því fá gigtarsjúkdóminn lúpus sem oft nefnist „rauðir úlfar“ á íslensku. Að sögn Snævars Sigurðssonar lífefnafræðings hefur verkefnið staðið yfir í rúm þrjú ár. Snævar vinnur að doktorsverkefni um rauða úlfa á lyfjavísindadeild Háskólans í Uppsölum í Svíþjóð. Rannsóknin beindist sérstaklega að genum sem tengjast þeim hluta ónæmiskerfisins sem notar boðefnið interferon við virkjun ónæmissvars. Fyrir fimmtán árum uppgötvaðist fyrir tilviljun að interferon framkallaði einkenni rauðra úlfa. Sjúkdómurinn herjar á um það bil einn af hverjum 1500 Vesturlandabúum. Ónæmiskerfið ræðst gegn eigin líkama í stað þess að verjast sýkingum og veldur bólgum og gigt sem getur skemmt út frá sér. Snævar segir að eftir um tíu ár verði kannski hægt að nota niðurstöðurnar sem viðmið til að greina sjúkdóminn á tiltölulega einfaldan hátt. Hann segir að rannsókn hans og fleiri norrænna vísindamanna hafi vakið athygli og verið gerð skil í vefútgáfu erfðafræðitímaritsins American Journal of Human Genetics í gær. Sjúkdómurinn er mjög einstaklingsbundinn því sumir geta lifað með honum án einkenna á meðan aðrir verða mjög veikir afar fljótt. Spurður hvort uppgötvunin geti orðið til þess að fullnægjandi meðferð finnist innan tíðar segist Snævar vona það, a.m.k. hjá sumum sjúklingum. Áhuginn fyrir þessu er í það minnsta mikill og nokkur lyfjafyfirtæki hafa þegar haft samband við Snævar og félaga.
Fréttir Innlent Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Sjá meira