Innlent

Kennara að taka til eftir sig

Skilaboð frá borgarfulltrúum til kennara eru að þeir hafi gengið of langt, segir Bergþóra Valsdóttir, framkvæmdastjóri SAMFOKS, sambands foreldrafélaga og foreldraráða í grunnskólum Reykjavíkur. Borgarráð studdi ekki tillögu fræðsluráðs um greiðslu fyrir endurskipulagningu skólastarfs í grunnskólunum. Bergþóra segir að hjá hópi foreldra hafi síðasti samúðarvotturinn með málstað kennara fokið tveimur dögum eftir að lög voru sett á verkfallið og sumir kennara mættu ekki til vinnu. Hún velti fyrir sér hvort ákvörðun borgarráð sé byggð á sjónarmiði þess hóps og ráðið horfi til þess að verkfall kennara hafi valdið því að starfsáætlanir sem unnar voru fyrir veturinn hafi ekki staðist. "Þið rusluðuð til í herberginu ykkar og þið fáið ekki borgað fyrir að taka til," séu skilaboðin. Bergþóra sem á sæti í fræðsluráði segir ráðið hafa lagt sig fram og gengið mjög langt í að koma til móts við kennara. Það hafi verið tillitssamt gagnvart tilfinningum kennara og sálarástandi eftir verkfallið. Borgarfulltrúarnir endurspegli hins vegar hug hluta borgaranna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×