Innlent

Kennsla aukin í Kópavogi

Skólanefnd Kópavogs hefur ákveðið að bæta nemendum 9. og 10. bekkja upp hluta þeirrar kennslu sem féll niður vegna kennaraverkfallsins í haust. Í tilkynningu frá skólanefndinni segir að stefnt sé að því að 10. bekkur geti fengið 60 viðbótarkennslustundir á hverja bekkjardeild og að hver bekkjardeild 9. bekkjar eigi kost á 20 viðbótarkennslustundum. Einnig munu skólarnir geta sótt um viðbótarkennslustundir til að koma til móts við þá nemendur sem taldir eru þurfa á sérstakri aðstoð að halda vegna verkfallsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×