Innlent

ÍE og SÁÁ rannsaka fíkn

Íslensk erfðagreining og SÁÁ hafa samið um að starfa saman að rannsóknum á erfðafræði áfengissýki og fíknar. Samningurinn er liður í viðamiklu evrópsku samstarfsverkefni átta rannsóknastofa en rannsaka á líffræðilegar orsakir fíknar, eins og fram kemur í tilkynningu frá Íslenskri erfðagreiningu. Rannsakendur hafa hlotið 8,1 milljóna evra, eða 660 milljónir króna, styrk frá Evrópusambandinu og er helmingur styrksins ætlaður til rannsókna á sviði mannerfðafræði sem Íslensk erfðagreining mun annast. SÁÁ mun hins vegar sjá um klínískan hluta rannsóknanna. Þetta er stærsti styrkur sem Evrópusambandið hefur veitt til íslensks rannsóknaverkefnis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, og Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, munu undirrita samning þessa efnis á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Íslenskrar erfðagreiningar í dag kl. 11.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×