Innlent

Bara bréf frá biskup

Matthías G. Pétursson, formaður sóknarnefndar Garðanefndar segir að greinargerð verði send úrskurðanefnd þjóðkirkjunnar þann 8. febrúar og úrskurði sé að vænta eftir þann tíma. Á meðan málið er enn í þeim farvegi sé ekki rétt að gefa upp hvaða ávirðingum hann, varaformaðurinn Arthur Knut Farestveit, djákninn Nanna Guðrún Zoëga og presturinn Friðrik J. Hjartar, sitji undir. Þá segir Matthías að biskup hafi ekki úrskurðað um neitt þann 14. júlí, hann hafi einungis sent sér bréf. Á þriðjudagskvöld fundaði sóknarnefnd Garðabæjar, þar sem samþykkt var að styðja sóknarnefndarmennina og starfsmenn kirkjunnar í málinu gegn sr. Hans Markúsi Hafsteinssyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×