Innlent

Nokkrir árekstrar á Hellisheiði

Nokkrir árekstrar hafa orðið á Hellisheiði sem er enn lokuð vegna mikils óveðurs, blindhríðar, skafrennings og hálku. Ekki hafa orðið slys á fólki eftir því sem best er vitað. Lögreglan ræður fólki eindregið frá því að vera á ferðinni á þessu svæði. Björgunarsveitir á Selfossi og Eyrarbakka hafa verið kallaðar út til aðstoðar fólki, ásamt Hjálparsveit skáta í Hveragerði, sem ennfremur hefur verið að aðstoða skólabörn við að komast heim til sín og heilbrigðisstarfsfólk við að komast í vinnu. Þá hefur eitthvað af fólki sem var í bílum á Hellisheiði fengið inni í húsnæði björgunarsveitarinnar í Hveragerði og mun bíða þar meðan veðrið gengur yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×