Innlent

Snjóflóðahætta að verða liðin tíð

Ekkert íbúðarhús í Ísafjarðarkaupstaðnum sjálfum var rýmt í óveðrinu fyrir nokkrum dögum og Ísafjarðarbær, með Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Hnífsdal innanborðs, er í heild að verða býsna öruggt svæði gagnvart snjóflóðum, að sögn Halldórs Halldórssonar bæjarstjóra. Hann segir að þegar rýmt hafi verið í vetur hafi það verið stök hús sem standi langt utan þéttbýlis Þegar fólk heyri talað um að hús séu rýmd á Ísafirði sé það aldrei í kaupstaðnum sjálfum, þ.e. byggðinni, enda sveitarfélagið stórt og víðfemt.   Ákveðið hefur verið að kaupa upp íbúðirnar í norðanverðum Hnífsdal þar sem snjóflóð féllu á dögunum. Að því loknu er snjóflóðahætta að mestu liðin tíð í kaupstaðnum, að undanskildum einstaka sveitabæjum að sögn Halldórs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×