Innlent

Nauðugur einn kostur

Sr. Hans Markús Hafsteinsson, sóknarprestur í Garðasókn, hefur vísað ágreiningi sínum við formann og varaformann sóknarnefndar, auk sóknarprests og djákna, til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar. Ástæðan, segir sr. Hans Markús, er að eftir ágreining í sókninni, boðaði biskup sættir í málinu 14. júli og auk boðs um handleiðslu, úrskurðaði að ekki væri tilefni til breytingar á ráðningu sr. Hans Markúsar. Þessu höfnuðu fjórmenningarnir og skrifuðu greinargerðir til biskups þar að lútandi. Sr. Hans Markús segir að þar af leiðandi hafi honum verið nauðugur kostur einn að leita til úrskurðarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem málið er nú í löglegum farvegi, en harmar þann ágreining sem upp er kominn. Þá hefur einn sóknarnefndarmanna í Garðabæ, Sigmundur Hermundsson, lýst yfir að hann sé ósáttur við vinnubrögð formanns og varaformanns sóknarnefndar og segist vita um fleiri sóknarnefndarmenn sem séu sama sinnis. Í yfirlýsingunni kemur fram að ákvörðunin um að hafna úrskurði biskups hafi ekki verið gert með samráði eða vitund sóknarnefndar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×