Innlent

Skoða aðstæður á Kárahnjúkum

Fulltrúar ítölsku verkalýðshreyfingarinnar og Alþjóðasambands byggingaverkamanna komu til Egilsstaða í gærkvöld. Ítalarnir eru fjórir og skoða þeir aðbúnað verkamanna hjá Impregilo í dag. Marion Hellmann, framkvæmdastjóri Alþjóðasambandsins, sagði við komuna til Egilsstaða í gærkvöldi að þeir myndu láta skoðun sína í ljós eftir skoðunarferðina í dag. "Við verðum ekki hlutlausir en við munum heldur ekki blanda okkur í deiluna. Við munum hinsvegar segja skoðun okkar hreinskilnislega í lok dagsins," sagði hann. Heimsókn Ítalanna var skipulögð í framhaldi af rammasamkomulagi sem þeir náðu við Impregilo í lok nóvember. Markmið þess var að auka gagnsæi í aðstæðum verkamanna. "Íslenska verkalýðshreyfingin tilheyrir alþjóðasamtökunum, hún er hluti af fjölskyldunni. Við komum fyrst hingað til lands því að hér er erfiður tími fyrir verkamenn, allar aðstæður erfiðar og veðráttan sömuleiðis. Síðar munum við skoða aðstæður í öðrum löndum," sagði Hellmann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×