Viðurkennir fyrningu kærunnar 19. janúar 2005 00:01 Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum viðurkennir að kæra sem kona lagði fram á hendur fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir líkamsárás var orðin fyrnd þegar maðurinn var ákærður. Hildur Sigurðardóttir, fjögurra barna móðir úr Vestmannaeyjum, bjó við áralangt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns sem nú er í haldi lögreglu í Þýskalandi fyrir tilraun til smygls á kókaíni og hassi. Hún greindi frá því í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í lok síðustu viku að kæra á hendur honum fyrir líkamsárás hafi gleymst og verið fyrnd þegar kom að ákæru. Fréttastofa hefur án árangurs reynt að fá Karl Gauta Hjaltason, sýslumann í Vestmannaeyjum, í viðtal vegna málsins. Í dag barst frá honum yfirlýsing þar sem fram kemur að lögreglan hafi oft haft afskipti af málum Hildar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Lögreglan hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að tryggja öryggi Hildar og heimilis hennar. Þannig hafi embættið snemma á árinu 2003 farið fram á nálgunarbann sem lagt hafi verið á í fimm mánuði. Í gögnum lögreglu sé að finna eina skráningu vegna brots á því og hafi sýslumaður talið að ástandið hafi skánað verulega á þeim tíma. Fram hafi komið í umfjöllun Stöðvar 2 að nálgunarbann hafi verið brotið en fyrir það hafi maðurinn verið ákærður og dæmdur ásamt með nokkrum öðrum brotum. Við gerð þeirrar ákæru hafi komið í ljós að eitt af þeim fjölmörgu málum sem lágu fyrir á hendur kærða, þ.e. líkamsárás sú sem Hildur kærði, hafi verið fyrnd. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir Héraðsdómi Suðurlands síðastliðið sumar. Frekari eftirmálar verða ekki í málinu hvað varðar Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum en Hildur getur enn höfðað skaðabótamál á hendur manninum fyrir líkamsárásina. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum viðurkennir að kæra sem kona lagði fram á hendur fyrrverandi eiginmanni sínum fyrir líkamsárás var orðin fyrnd þegar maðurinn var ákærður. Hildur Sigurðardóttir, fjögurra barna móðir úr Vestmannaeyjum, bjó við áralangt ofbeldi af hálfu eiginmanns síns sem nú er í haldi lögreglu í Þýskalandi fyrir tilraun til smygls á kókaíni og hassi. Hún greindi frá því í viðtali við fréttastofu Stöðvar 2 í lok síðustu viku að kæra á hendur honum fyrir líkamsárás hafi gleymst og verið fyrnd þegar kom að ákæru. Fréttastofa hefur án árangurs reynt að fá Karl Gauta Hjaltason, sýslumann í Vestmannaeyjum, í viðtal vegna málsins. Í dag barst frá honum yfirlýsing þar sem fram kemur að lögreglan hafi oft haft afskipti af málum Hildar og fyrrverandi eiginmanns hennar. Lögreglan hafi gert allt sem í hennar valdi stóð til að tryggja öryggi Hildar og heimilis hennar. Þannig hafi embættið snemma á árinu 2003 farið fram á nálgunarbann sem lagt hafi verið á í fimm mánuði. Í gögnum lögreglu sé að finna eina skráningu vegna brots á því og hafi sýslumaður talið að ástandið hafi skánað verulega á þeim tíma. Fram hafi komið í umfjöllun Stöðvar 2 að nálgunarbann hafi verið brotið en fyrir það hafi maðurinn verið ákærður og dæmdur ásamt með nokkrum öðrum brotum. Við gerð þeirrar ákæru hafi komið í ljós að eitt af þeim fjölmörgu málum sem lágu fyrir á hendur kærða, þ.e. líkamsárás sú sem Hildur kærði, hafi verið fyrnd. Maðurinn var dæmdur í sextíu daga fangelsi, skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir Héraðsdómi Suðurlands síðastliðið sumar. Frekari eftirmálar verða ekki í málinu hvað varðar Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum en Hildur getur enn höfðað skaðabótamál á hendur manninum fyrir líkamsárásina.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira