Innlent

Sátt um fyrirkomulag um rýmingu

Sýslumenn, bæjarstjórar og sveitarstjórar á þéttbýlisstöðum á sunnan- og norðanverðum Vestfjörðum lýsa yfir að þeir hafi góða reynslu af því fyrirkomulagi sem er um rýmingu húsa. Ástæða yfirlýsingarinnar er umfjöllun í fjölmiðlum um að Veðurstofan hafi of mikið vald til rýmingar. Ráðamennirnir segja samstarf við Veðurstofuna hafa reynst afar vel og því ástæðulaust að hrófla við því fyrirkomulagi. Þá hafi Veðurstofan ekki lögregluvald til að framkvæma rýmingu heldur beri henni að hafa samráð við lögreglustjóra og almannavarnanefndir þegar gefin er út viðvörun um snjóflóðahættu og rýmingu húsa lýst yfir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×