Innlent

Afkoman versnar

Afkoma botnfiskveiða versnaði frá árinu 2002 til ársins 2003 en afkoma botnfiskvinnslu batnaði. Þetta kemur fram í hefti Hagstofunnar um sjávarútveg. Helstu botnfisktegundir eru þorskur, ýsa og karfi. Hagur rækjuvinnslu batnaði en hagur hörpudiskvinnslu versnaði á árinu enda reyndist hún lítil. Hagnaður var áfram á rekstri mjölvinnslu en tap varð á rekstri loðnuskipa á árinu 2003. Heildareignir sjávarútvegs í árslok 2003 voru 255 milljarðar króna, heildarskuldir námu 179 milljörðum og eigið fé var 76 milljarðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×