Innlent

Atvinnuleysi minnkar lítillega

Á fjórða ársfjórðungi 2004 var atvinnuleysi 2,5 prósent samkvæmt nýjum tölum Hagstofunnar. Á sama tíma í fyrra var atvinnuleysið 2,9 prósent. Aðeins stærra hlutfall kvenna, 2,9 prósent, var án vinnu á tímabilinu á móti 2,1 prósenti karla. Atvinnuleysið var mest meðal fólks á aldrinum 16-24 eða 6,9 prósent. Meðalfjöldi vinnustunda hefur minnkað um 0,3 stundir í viku á milli ára. Nú er meðalfjöldinn 41,2 klukkustundir en var 41,5 stundir. Karlar vinna nokkuð fleiri stundir en konur eða 46,7 stundir á móti 34,6 klukkustundum sem konur vinna í launuðu starfi á viku hverri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×