Innlent

Óvenju mikil velta í haust

Um 6% íbúða á höfuðborgarsvæðinu hafa skipt um eigendur frá því bankarnir hófu að bjóða verðtryggð íbúðalán á sambærilegum kjörum og Íbúðalánasjóður síðastliðið haust. Þetta er óvenju mikil velta að sögn greiningar Íslandsbanka. Verð á íbúð í sérbýli á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 25% á síðasta ári en íbúð í fjölbýli um 17%. Íbúðaverð á þessu svæði er nú í sögulegu hámarki og geriri bankinn ráð fyrir frekari hækkunum á þessu ári, jafnvel meiri en á því síðasta.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×