Fleiri fréttir

Mótmæla stöðvun á vítamíndrykk

Forstjóri Ölgerðinnar Egils Skallagrímssonar, Andri Þór Guðmundsson, gagnrýnir að dreifing vítamínbætta drykkjarins Kristals Plús hafi verið stöðvuð.

Fé skynsamlegra en hjálpargögn

Litlar líkur eru á því að söfnunarféð vegna flóðanna í Asíu fari forgörðum að sögn Þóris Guðmundssonar, talsmanns Rauða krossins. Hann segir langtum skynsamlegra að senda peninga en hjálpargögn.

Nota mætti Símafé í sjúkrahús

Nota mætti þá fjármuni sem ríkið fær við sölu Símans til að reisa fullkomið sjúkrahús. Hugmyndinni varpaði Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fram og lét að því liggja að hugmyndinni hefði verið sprautað í æðar sér þegar hann gekkst undir sjúkrahúsmeðferð á síðasta ári. Þingmenn Samfylkingarinnar sjá ástæðu til að fagna.

Of feitum börnum fjölgar ekki

Of feitum börnum fjölgar ekki á Íslandi, öfugt við þá þróun sem margir telja að eigi sér stað. Samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn virðist sem tekist hafi að sporna við henni.

Raforkuinnkaup eftir ár

Rafmagn verður að neysluvöru sem almenningur getur valið sér eftir hentugleika og verðsamanburði að ári liðnu. Í dag geta íbúar í fjölbýlishúsi í Breiðholti, eftir breytingar á raforkulögum, stofnað með sér félag um raforkukaup.

Hryggbrotnaði í vélsleðaslysi

Vélsleðamaður hryggbrotnaði þegar hann kastaðist af vélsleða sínum austan við Sauðafell á Mosfellsheiði á tólfta tímanum í gærmorgun. Maðurinn hafði ekið sleðanum ofan í dæld í landslaginu og kastaðist við það af sleðanum.

Ekið á barn í Breiðholti

Ekið var á barn á gangbraut á gatnamótunum við Stekkjarbakka og Þarabakka í Breiðholti laust fyrir klukkan tvö í gær. Barnið hlaut höfuðhögg við ákeyrsluna og var flutt á gjörgæsludeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi til aðhlynningar. Betur fór en á horfðist og komst barnið fljótt til meðvitundar en það er enn á sjúkrahúsi.

Um 40% háskólanema á lánum hjá LÍN

Tæplega fjórir af hverjum tíu stúdentum Háskóla Íslands nýttu námslán Lánasjóðs íslenskra námsmanna síðustu tvo vetur. Þeim fjölgar um nær sjö prósentustig frá árunum tveimur þar á undan samkvæmt tölum sjóðsins.

Eldsvoðí á Hverfisgötu

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað að brennandi húsi við Hverfisgötu 61 klukkan þrjú aðfaranótt laugardags. Efri hæð hússins var alelda þegar slökkviliðið bar að, en húsið reyndist mannlaust þegar að var gáð.

Átta hundruð á hvern Íslending

Samanlögð framlög Íslendinga til hjálparstarfs á hamfarasvæðunum í Asíu er minna en flestra Norðurlanda en mun meira en forystuþjóða Vesturlanda miðað við höfðatölu. </font /></b />

Missti fingur í flugeldaslysi

Karlmaður missti fingur þegar flugeldur sprakk á þrettándabrennunni við Ásvelli í Hafnarfirði í gærkvöld. Eftir því sem fram kemur í Víkurfréttum er ekki vitað um hvers konar skoteld var að ræða. Þar segir að maðurinn sé á miðjum aldri og hafi verið á brennunni ásamt fjölskyldu sinni, misst fingur og orðið fyrir augnmeiðslum.

Hættuástandi aflýst í Bolungarvík

Almannavarnanefnd Bolungarvíkur hefur aflétt hættuástandi vegna snjóflóðahættu í bænum að fullu. Því geta um tuttugu íbúar í húsum við Dísarland og Traðarland efst í bænum snúið heim en þeir hafa verið fjarri heimilum sínum síðan á sunnudagskvöld.

Lægsta hassverð í fjögur ár

Verð á hassi hérlendis hefur ekki verið lægra síðan SÁÁ hóf að kanna verð meðal sjúlkinga á Vogi í janúar 2000. Þetta kemur fram í nýjust könnun samtakanna. Grammið af hassi kostar nú 1.340 krónur á götunni en kostaði tæpar þrjú þúsund krónur í upphafi árs.

Rætt um sameiningu sveitarfélaga

Bæjarstjórinn í Hafnarfirði og sveitarstjórinn í Vatnsleysustrandarhreppi áttu í dag fund með nefnd um sameiningu sveitarfélaga í kjölfar könnunar sem gerð var fyrir jól. Hún leiddi í ljós að meirihluti íbúa Vatnsleysustrandarhrepps vildi sameinast Hafnarfirði. Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta.

Opinn hugarflæðisfundur í Garðabæ

Opinn hugarflæðisfundur um menningarmál í Garðabæ verður haldinn í næstu viku. Á fundinum gefst fóki tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri á óformlegan og auðveldan hátt, segir í tilkynningu á heimasíðu Garðabæjar. Ráðgjafafyrirtæki var ráðið til að stýra fundinum. Niðurstöður fundarins eru sagðar munu nýtast vel í þeirri vinnu sem fram undan er við að móta menningarstefnu fyrir Garðabæ.

Dánartíðni hefur lækkað ört

Tíðni kransæðasjúkdóma hefur verið á niðurleið á síðustu árum og einkum áratugum, að sögn Vilmundar Guðnasonar yfirlæknis hjá Hjartavernd.

Veðurspá dró úr flugeldasölu

Sala á flugeldum fyrir áramót og þrettándann stóð í stað á höfuðborgarsvæðinu í ár, en fram til þessa hefur orðið aukning á milli ára, að sögn Friðfinns Guðmundssonar hjá slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Fimmtungur barna of feitur

Samkvæmt niðurstöðum rannsókna eru um 20 prósent íslenskra barna, níu til fimmtán ára, yfir kjörþyngd. Þetta segir Jórlaug Heimisdóttir verkefnisstjóri á Lýðheilsustöð.

Harkalegt að fá höfnun

Guðni Ágústsson, ríflega sjötugur maður, sem er í endurhæfingu á endurhæfingadeild Landspítala háskólasjúkrahúss á Grensási var einn þeirra sem var neitað um ferðaþjónustu fyrir fatlaða, þegar sótt var um fyrir hann.

Endurálagning er rútína

Hofsfjölskyldan hefur fengið endurálagningu upp á samtals um 100 milljónir króna. Þau verða að greiða fyrir miðjan mánuð og geta svo áfrýjað til yfirskattanefndar. Lilja Pálmadóttir býst við að gera það.

Impregilo fær ekki sérmeðferð

Talsmaður Impregilo er ósáttur við gagnrýni á fyrirtækið síðustu daga. Hann telur flestar fullyrðingar verkalýðshreyfingarinnar rangar og ekki rétt að Impregilo hafi hótað Íslendingum.

Eþíópíumenn áfram í haldi

Gæsluvarðhald yfir þremur Eþíópíumönnum var framlengt um viku í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Einn þeirra er sænskur ríkisborgari en hinir voru með sænsk vegabréf sem eru í eigu annarra þegar þeirm komu til landsins rétt fyrir áramót.

Ekki verður aðhafst frekar

Bogi Nilsson ríkissaksóknari segir að ekki verði frekar aðhafst vegna aðgerðarleysis lögreglumanns þegar kynferðisbrot var framið á sautján ára pilti. Bogi segir embættið alltaf líta á rannsóknir og komi með ábendingar ef eitthvað má betur fara.

Allir komnir heim

26 íbúar við Traðarland, Dísarland, á Geirsstöðum og Tröð fengu að fara heim til sín eftir að hættuástandi var aflétt í Bolungarvík í hádeginu í gær. Einar Pétursson bæjarstjóri segir enn vera viðbúnaðarstig og að grannt verði fylgst með veðurspám. 66 íbúar fengu að fara til síns heim í fyrradag.

Óvíst með Portúgalana

Óvíst er hvort hópi Portúgala, sem Impregilo hefur fengið til vinnu við Kárahnjúkavirkjun, verði skipt út fyrir kínverska starfsmenn. Impregilo hefur nú bætt fjörutíu portúgölskum mönnum í starfslið sitt vegna þeirra tafa sem orðið hafa á komu Kínverjanna.

Hækkanir umfram verðlagsbreytingar

Alþýðusamband Íslands hefur áhyggjur af hækkunum ríkis og sveitarfélaga á gjaldskrám og áhrifum þeirra á verðbólgu. Forseti ASÍ segir að hið opinbera eigi að sýna betra fordæmi.

Rafmagn til húshitunar hækkar

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að talað hafi verið um að þegar ákvarðaðar niðurgreiðslur dugi ekki, verði bætt úr því. Formaður iðnaðarnefndar segir stöðu þessara rafnotenda verða skoðaða.

60 prósent fram úr áætlun

Guðlaugur Þór Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að kostnaður við höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur hafi farið tæp 62 prósent fram úr áætlun, en ekki rúm 30 prósent eins og kynnt var.

Framsóknarmenn missaga í Íraksmáli

Jónína Bjartmarz, fulltrúi Framsóknarflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis, fullyrðir að stuðningur Íslands við innrásina í Írak hafi aldrei verið ræddur í utanríkismálanefnd. Formaður Framsóknarflokksins staðhæfði í fjórgang í sjónvarpsviðtali fyrir mánuði að málið hefði verið rætt í nefndinni.

Framlag Íslands hækkað

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hækka framlag sitt til neyðaraðstoðar og uppbyggingar vegna hamfaranna í Asíu upp í hundrað og fimmtíu milljónir. Níutíu og fimm milljónir króna hafa safnast í söfnun Rauða krossins.

Skínandi skíðatímabil framundan

Útlit er fyrir að gott skíðatímabil sé í uppsiglingu. Snjór er með mesta móti á skíðasvæðunum og sala á skíðum og snjóbrettum hefur verið með ágætum, enda ekki vanþörf á eftir mörg mögur ár.

Allt að 60% verðmunur verkjalyfja

Verðmunur algengra verkjalyfja í apótekum er allt að sextíu prósent. Neytendasamtökin athuguðu verð á þrettán verkjalyfjum í níu apótekum á Akureyri og Reykjavík á miðvikudaginn.

Vara við fuglaflensu

Fólk sem ferðast til Asíu er beðið um að vera á varðbergi gagnvart fuglaflensu.

Lögreglufréttir

Líkamsárás í Eyjum Eitt högg sem skyldi eftir skurð á hægri augabrún urðu endalok ósættis tveggja manna á leið á skemmtistað í Vestmannaeyjum í fyrrinótt.

Eyfirðingar í eina sæng

Bæjaryfirvöld á Akureyri, Siglufirði og í Dalvíkurbyggð hafa lagt til að öll tíu sveitarfélögin á Eyjafjarðarsvæðinu sameinist í eitt. Sveitarstjórnarmenn í a.m.k. sex sveitarfélögum eru hlynntir sameiningu að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. </font /></b />

Samstarf um vistun sjúklinga

Samstarf hefur tekist með Landspítala - háskólasjúkrahúsi og St. Franciskusspítala Stykkishólmi í vistunarmálum og umönnun hjúkrunarsjúklinga, samkvæmt viljayfirlýsingu forstöðumanna stofnananna.

Miltisbrandsjörð enn ógirt

Miltisbrandssýkta bújörðin Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er enn ógirt þrátt fyrir smithættu. Mánuður er nú liðinn frá því þrjú hross drápust vegna eitrunar á jörðinni og talið var brýnt að girða svæðið af og merkja sem hættusvæði.

Synjað um ferðaþjónustu fatlaðra

Þremur fötluðum ellilífeyrisiþegum hefur verið synjað um ferðaþjónustu fatlaðra í þessari viku á þeim forsendum að þeir séu of gamlir. Í synjuninni er stuðst við nýjar reglur sem enn hafa ekki verið samþykktar. Mistök sem verða leiðrétt, segir formaður félagsmálaráðs.

Spá enn frekari lækkun vaxta

Greiningardeildir viðskiptabankanna spá því að vextir hjá Íbúðalánasjóði lækki enn frekar og fari jafnvel niður fyrir þá vexti sem viðskiptabankarnir bjóða. Það gæti því stefnt í enn eitt kapphlaup fjármálastofnana um lægstu vextina.

Þúsund fermetrar ónotaðir

Þúsund fermetrar í húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur standa auðir og ónotaðir. Þetta stendur til bóta, segir forstjórinn, en stofnanir Reykjavíkurborgar munu leigja húsnæðið af Orkuveitunni.

Taka ruslið með heim til sparnaðar

Börn í nokkrum skólum Reykjavíkur eru látin taka ruslið með sér heim til að spara skólunum fé. Ætlunin er einnig að gera börnin meðvituð um umhverfismál.

Aðalskipulag ekki staðfest

Skipulagsstofnun hefur ekki sent tillögu Seltjarnarnesbæjar að nýju aðalskipulagi til staðfestingar hjá umhverfisráðherra heldur óskað eftir frekari upplýsingum frá bæjaryfirvöldum.

Samráðssektir innheimtar strax

Forsvarsmenn olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar mæta fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnismála á mánudaginn. Ef nefndin staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs verða 2,6 milljarða króna sektir innheimtar strax.

Metboð í blokkarlóðir

Rúmlega 200 milljónir króna voru boðnar í byggingarrétt á þrjátíu íbúðum í tveimur blokkum í Bjarkarási í Garðabæ í gær. Það þýðir tæplega 6,7 milljónir á íbúð.

Sjá næstu 50 fréttir