Fleiri fréttir Alvarlega slösuðum fækkar mest Banaslysum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir aukna umferð síðustu tuttugu ár. 23 hafa látist í umferðinni það sem af er árinu, jafnmargir og í fyrra. Mestur árangur er að fækka þeim slasast alvarlega en þeir voru 419 fyrir tuttugu árum. </font /></b /> 31.12.2004 00:01 Bandaríkjamenn gefa ekkert upp Dómsmálaráðuneytið bandaríska gefur ekki upp rökstuðning eða bakgrunn ákvarðana sinna og lætur ekkert uppi um mögulegar fyrirætlanir sínar, segir Michael Kulstad, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. 31.12.2004 00:01 Skýt enn upp flugeldum Á hverju ári verða slys vegna flugelda. Þorsteinn Haraldsson fékk brot frá flugeldi í augað þegar hann var þrettán ára og hefur ekki haft sjón á því síðan. 31.12.2004 00:01 Endurskin til útivistarfólks Sýslumannsembættin á Seyðisfirði og Eskifirði hafa hafið átak í notkun endurskinsmerkja. Reynt verður að ná til þeirra sem stunda útivist í skammdeginu. 31.12.2004 00:01 Mislæg gatnamót rísa Mislæg gatnamót munu rísa á Hellisheiði við Þrengslavegamót á næsta ári. Til stendur að færa hringveginn á heiðinni og bæta við einni akrein frá Litlu kaffistofunni að Hveradalabrekku að sögn Svans Bjarnasonar. 31.12.2004 00:01 Æ fleiri selja flugelda Flugeldasala nær hámarki í dag en sölustaðir flugelda eru tæplega fimmtíu í ár. Sölustöðum hefur fjölgað um fimmtung frá því í fyrra og ber æ meira á því að einkafyrirtæki keppi við björgunarsveitir og íþróttafélög um hituna. 31.12.2004 00:01 Ár fjölmiðlafrumvarpsins Stjórnmálaspekingar fjölmiðlanna eru á einu máli um að fjölmiðlafrumvarpið hafi verið helsta málið í íslenskri pólitík á árinu. Sínum augum lítur þó hver silfrið. </font /></b /> 31.12.2004 00:01 Dramatískt ár Davíðs Langflestir stjórnmálaspekinganna sem Fréttablaðið ræddi við nefndu Davíð Oddsson þegar spurt var um hver stæði upp úr í íslenskum stjórnmálum á árinu. Ólafur Teitur Guðnason segir: "Davíð Oddsson, sem mætti gífurlegu andstreymi vegna fjölmiðlalaganna og einnig vegna Íraksmálsins en hefur þrátt fyrir það sterka stöðu nú í árslok. Þetta hefðu fáir leikið eftir." 31.12.2004 00:01 Fylgislaus á hátindi ferilsins Halldór Ásgrímsson er á hátindi ferils síns, orðinn forsætisráðherra þrjátíu árum eftir að hann settist á þing og rúmum tuttugu árum eftir að hann settist fyrst í ríkisstjórn. "Halldór er fylgislaus forsætisráðherra. Hefur átt í miklum vandræðum með Íraksmálið og hrakist úr einu horni í annað með það" segir Egill Helgason. 31.12.2004 00:01 Tapað fundið Guðjón A. Kristjánsson og Frjálslyndi flokkurinn ganga sífellt betur í takt við vinstri flokkana í stjórnarandstöðu. "Maður hefur stundum þurft að klípa sig í kinnina til að muna að Addi Kidda Gau hafi einhvern tímann verið í Sjálfstæðisflokknum. 31.12.2004 00:01 Gungu og drusluárið Stjórnmálaskýrendur virðast almennt sammála um að Steingrímur J. Sigfússon hafi spólað í sömu förunum 2004 og áður. 31.12.2004 00:01 Spurt um trúverðugleika Össur Skarphéðinsson þykir koma frekar vel út úr árinu 2004 - innan Samfylkingarinnar að minnsta kosti: "Össur hefur frekar styrkt stöðu sína en hitt, það er að segja í valdabaráttu við Ingibjörgu Sólrúnu. Út á við er alltaf spurning um trúverðugleika hans. 31.12.2004 00:01 Gamalmenni í peysufötum Árið 2004 var ekki ár nýliða í íslenskum stjórnmálum: "Athyglisverðustu nýliðarnir í pólitík eru kannski öll þessi kinnarjóðu, gagnrýnislausu, bústnu gamalmenni úr öllum flokkum sem hafa sest á þing, í peysufötunum sínum, í krafti þess að þau séu fulltrúar ungu kynslóðarinnar", segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. 31.12.2004 00:01 Axarskaft ársins: Dijon-sinnep Fjölmiðlafrumvarpið nefna flestir sem axarskaft ársins en fast á hæla þess koma mál friðargæslunnar. 31.12.2004 00:01 Höfuðkúpubrotnaði á veitingastað Kalrmaður liggur höfuðkúpubrotinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann, ásamt konu, féll niður stiga á veitingastað í miðborginni í nótt. Hann er þungt haldinn en ekki er vitað hvernig slysið varð. Konan slapp lítið meidd. 31.12.2004 00:01 Búist við ofsaveðri Gert er ráð fyrir suðvestan og vestan ofsaveðri, eða 23-28 metrum á sekúndu, á Suður- og Vesturlandi um tíma síðdegis að sögn Veðurstofunnar. Búist er við að veðrið bresti á á tímabilinu frá klukkan 16 til 18 og að það muni vara í eina til tvær klukkustundir með ofankomu og slæmu skyggni. 31.12.2004 00:01 Skoteldar tendraðir með varúð Búist er við stormi á Suður- og Vesturlandi síðdegis. Óskar Bjartmarz, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, biður fólk að fara að reglum um meðferð skotelda og hafa aðstæður í huga. Uppgötvast hefur að Landsbjörg hefur selt eitthvað af gölluðum flugeldum sem fólk er beðið að skila sem fyrst. 31.12.2004 00:01 Nýr kjarasamningur undirritaður Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna og Launanefnd sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi. Kjarasamningurinn hefur gildistíma til 30. september 2006. 31.12.2004 00:01 Sjúkraflugi fjölgar mjög Farin hafa verið 300 sjúkraflug frá Akureyri í ár sem er tuttugu og níu fleiri sjúkraflug en í fyrra og 112 fleiri en árið þar áður. Flugfélag Íslands annast sjúkraflug frá Akureyri en slökkviliðið leggur til sjúkraflutningamenn og læknar koma frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þjónustusvæðið nær yfir allt norðanvert landið og allt til Grænlands. 31.12.2004 00:01 Flytja Svía og Norðmenn frá Asíu Íslensk stjórnvöld hafa boðist til að aðstoða við að koma slösuðum Svíum og Norðmönnum frá Asíu til síns heima eða á sjúkrahús. Íslenskt hjálparlið er í viðbragðsstöðu til að halda utan. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi í gær við Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, vegna náttúruhamfaranna í Asíu. 31.12.2004 00:01 Ný úrskurðarnefnd um upplýsingamál Forsætisráðherra hefur skipað í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til næstu fjögurra ára. Nefndarmenn verða Páll S. Hreinsson prófessor sem jafnframt verður formaður nefndarinnar, Friðgeir Björnsson héraðsdómari og Sigurveig Jónsdóttir blaðamaður. 31.12.2004 00:01 Geymdi þýfið í kjallaranum Brotist var inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi og þaðan stolið ýmsum raftækjum og skartgripum. Við nánari athugun lögreglu fannst þýfið falið í kjallara í stigagangi hússins og er talið að þjófurinn hafi ætlað að vitja þess síðar. Hann gerði það hins vegar ekki í nótt og er því ófundinn. 31.12.2004 00:01 Gæsluvarðhald vegna smygls á fólki Karl og kona, bæði ættuð frá Eþíópíu, og Eþíópíumaður sem var fylgdarmaður þeirra með fullgilt sænskt vegabréf, voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhand vegna gruns um að fylgdarmaðurinn hafi ætlað að smygla hinum tveimur til Bandaríkjanna. Þau voru bæði með sænsk vegabréf sem að öllum líkindum eru stolin eða fölsuð. 31.12.2004 00:01 Aðeins tveir togarar á veiðum Nokkur flutningaskip verða á sjó eða í erlendum höfnum um áramótin og aðeins tveir togarar verða að veiðum. Áhafnir þeirra ætla að selja aflann í Bretlandi og Þýskalandi fljótlega upp úr áramótum en á þeim tíma fæst jafnan hátt verð því þarlendir eru sólgnir í fisk eftir kjötmáltíðir jólanna. 31.12.2004 00:01 Engar brennur í kvöld Það verður ekki leyft að kveikja í neinum áramótabrennum í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði í kvöld og er sú ákvörðun endanleg. Miðað við þessa ákvörðun verður kveikt í áramótabálköstunum á morgun. 31.12.2004 00:01 Gleðilegt ár 2005 Starfsfólk Vísis óskar landsmönnum öllum árs og friðar. 31.12.2004 00:01 Ekkert ákveðið um frekari aðstoð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ákvörðun um frekari fjárhagsaðstoð íslenskra stjórnvalda vegna flóðanna við Indlandshaf verði tekin í byrjun nýs árs. Þegar hefur verið safnað tugum milljóna hér á landi. Ríkisstjórnin hefur boðið Norðurlöndunum aðstoð við að flytja slasaða frá hamfarasvæðunum. 31.12.2004 00:01 Engin brenna á Seyðisfirði Búið er aflýsa brennu og flugeldasýningu sem vera átti á Seyðisfirði í kvöld. Að sögn Tryggva Harðarsonar bæjarstjóra var sú ákvörðun tekin vegna þess afleita veðurs sem spáð er að verði á Seyðisfirði og víðar á Austurlandi í kvöld. 31.12.2004 00:01 Engin brenna við Eyjafjörð Öll leyfi fyrir brennum á Eyjafjarðarsvæðinu í kvöld hafa verið afturkölluð vegna veðurs að sögn lögreglunnar á Akureyri. Brennan og flugeldasýningin sem vera áttu við Réttarhvamm verða haldnar á morgun klukkan 20.30. Engar áramótabrennur verða heldur í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði eða Seyðisfirði. 31.12.2004 00:01 Gölluð flugeldategund innkölluð Landsbjörg og lögreglan hafa innkallað eina tegund flugelda vegna galla. Mikil sala hefur verið á skoteldum en lögreglan biður forráðamenn barna og unglinga að gæta vel að því að þeir séu ekki að nota flugeldana á annan hátt en ætlast er til. Tvö alvarleg slys urðu í gær þegar skoteldar voru teknir í sundur. 31.12.2004 00:01 Ofsaveður um tíma á landinu Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir ofsaveðri, eða 23-28 metrum á sekúndu, suðvestanlands síðdegis og um norðaustanvert landið í kvöld. Í slíku veðri getur verið hættulegt að vera úti við, lausir hlutir taka að fjúka og skemmdir geta orðið á föstum hlutum. 31.12.2004 00:01 Bólusetning engin trygging Mjög skæð inflúensa herjar nú á landsmenn og er víst að margir liggja í bælinu á milli jóla og nýárs. Þúsundir Íslendinga létu bólusetja sig í haust en í mörgum tilvikum dugar það ekki til, bólusettir leggjast samt í flensu. 30.12.2004 00:01 Metár í fjölda fíkniefnabrota Lögregla og tollayfirvöld tóku mun meira magn af amfetamíni og kókaíni heldur en í fyrra og síðustu ár þar á undan. </font /></b /> 30.12.2004 00:01 Aukafundur vegna uppsagnar Bankaráð Íslandsbanka hefur verið boðað til aukafundar, eftir að Bjarni Ármannsson forstjóri bankans rak staðgengil sinn og aðstoðarforstjóra, Jón Þórisson, úr starfi í gær, en hann hætti þegar í stað. Ástæðan var sögð óbrúanlegur ágreiningur á milli þeirar tveggja. 30.12.2004 00:01 Snjóflóð úr Ólafsfjarðarmúla Snjóflóð féll úr Ólafsfjarðarmúla um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og lokaði veginum. Engin var á ferð um veginn þegar það féll og ruddu Vegagerðarmenn veginn í gærkvöldi. Upp úr hádegi í gær féllu nokkur snjóflóð á vegina um Óshlíð og á Súðavíkurveg við Ísafjarðardjúp og voru vegirnir ekki opnaðir á ný fyrr en á sjötta tímanum 30.12.2004 00:01 Brunaði á sleða framan á bíl Fimm ára stúlka fékk heilahristing þegar hún brunaði á sleða framan á bíl, sem ekið var eftir Seljalandsvegi á Ísafirði um átta leitið í gærkvöldi. Hún var þegar flutt á sjúkrahúsið en reyndist ekki meidd að öðru leiti. Hún var látin gista á sjúkrahúsinu í nótt til öryggis. 30.12.2004 00:01 Stálu áfengi til skemmtanahalds Lögreglan á Selfossi handtók sjö ungmenni í gær, grunuð um innbrot í þjónustumiðstöð Gesthúsa í bænum, þaðan sem fjórum kössum af bjór og fjörutíu áfengisflöskum var stolið. Í ljós kom að fyrst var brotist þar inn til að sækja vínföng í teiti, sem fólkið var í, og síðan var sótt meira eftir því sem á nóttina leið. 30.12.2004 00:01 Dæmdur fyrir samræði við tólf ára Ágúst Fannar Ágústsson hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir samræði við tólf ára telpu sem var gestkomandi á heimili Ágústs á Akureyri í desember 2002. Hann var þá tvítugur að aldri. Ágúst hefur áður verið dæmdur fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni sem neitaði að fara fyrir hann út í sjoppu. 30.12.2004 00:01 Íslendingar leggi sitt af mörkum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs telur einboðið að Íslendingar leggi með myndarlegum hætti sitt af mörkum til hjálpastarfs og síðan uppbyggingar á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu. Flokkurinn segir Íslendinga þekkja af eigin raun þær fórnir sem sambúð við óblíð náttúruöfl geti kostað. 30.12.2004 00:01 2 Íslendingar komnir í leitirnar Tveir þeirra tíu íslendinga sem átti eftir að staðsetja eftir flóðin á Indlandshafi eru komnir í leitirnar en eitt nafn í viðbót er komið á listann. Þannig á enn eftir að staðsetja níu íslendinga á flóðasvæðunum. Íslenskt par sem statt var í grennd við Bangkok er nú komið í leitirnar en enn er leitað að öðru íslensku pari með barn. 30.12.2004 00:01 Styðja ákvörðunina Meirihluti bankaráðs Íslandsbanka styður þá ákvörðun Bjarna Ármannssonar forstjóra bankans, að reka Jón Þórisson, staðgengil sinn, eins og hann gerði í gær. Um leið og fréttist af brottrekstrinum var gerð sú krafa að banakráð yrði kallað saman til aukafundar vegna málsins. Hann hófst klukkan hálftíu í morgun og stóð í röska klukkustund. 30.12.2004 00:01 5 milljónir allt of lág upphæð Vinstri grænir segja fimm milljónir, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita til hjálparstarfsins á hamfarasvæðunum, allt of litla upphæð, miðað við að þetta séu einhverjar mestu hörmungar sögunnar. Þeir skora á stjórnvöld að veita minnst þrjú hundruð milljónum króna til hjálparstarfsins. 30.12.2004 00:01 Ekki vitað um snjóflóð í nótt Ekki er vitað til þess að nein snjóflóð hafi fallið í nótt eftir að flóð féll úr Ólafsfjarðarmúla um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og lokaði veginum. Engin var þar á ferð þegar það féll og ruddu Vegagerðarmenn veginn í gærkvöldi. 30.12.2004 00:01 Mengunarslys rannsakað Lögreglan á Patreksfirði rannsakar nú mengunarslys sem varð í höfninni þar í gærkvöldi, en tildrög þess eru með öllu ókunn. Menn urðu þess fyrst varir að ekki var allt með felldu, þegar megnan díselolíufnyk lagði með hægum andvara inn yfir bæinn. Við athugun kom í ljós að talsvert var af olíu í höfninni. 30.12.2004 00:01 Ólátabelgir dregnir til ábyrgðar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að leita leiða til að draga þá menn til ábyrgðar sem stóðu fyrir ólátum sem urðu í bænum á jóladag. Sem kunnugt er var kveikt í áramótabrennu bæjarins í miklum skrílslátum sem brutust þar út. 30.12.2004 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Alvarlega slösuðum fækkar mest Banaslysum hefur ekki fjölgað þrátt fyrir aukna umferð síðustu tuttugu ár. 23 hafa látist í umferðinni það sem af er árinu, jafnmargir og í fyrra. Mestur árangur er að fækka þeim slasast alvarlega en þeir voru 419 fyrir tuttugu árum. </font /></b /> 31.12.2004 00:01
Bandaríkjamenn gefa ekkert upp Dómsmálaráðuneytið bandaríska gefur ekki upp rökstuðning eða bakgrunn ákvarðana sinna og lætur ekkert uppi um mögulegar fyrirætlanir sínar, segir Michael Kulstad, upplýsingafulltrúi ráðuneytisins. 31.12.2004 00:01
Skýt enn upp flugeldum Á hverju ári verða slys vegna flugelda. Þorsteinn Haraldsson fékk brot frá flugeldi í augað þegar hann var þrettán ára og hefur ekki haft sjón á því síðan. 31.12.2004 00:01
Endurskin til útivistarfólks Sýslumannsembættin á Seyðisfirði og Eskifirði hafa hafið átak í notkun endurskinsmerkja. Reynt verður að ná til þeirra sem stunda útivist í skammdeginu. 31.12.2004 00:01
Mislæg gatnamót rísa Mislæg gatnamót munu rísa á Hellisheiði við Þrengslavegamót á næsta ári. Til stendur að færa hringveginn á heiðinni og bæta við einni akrein frá Litlu kaffistofunni að Hveradalabrekku að sögn Svans Bjarnasonar. 31.12.2004 00:01
Æ fleiri selja flugelda Flugeldasala nær hámarki í dag en sölustaðir flugelda eru tæplega fimmtíu í ár. Sölustöðum hefur fjölgað um fimmtung frá því í fyrra og ber æ meira á því að einkafyrirtæki keppi við björgunarsveitir og íþróttafélög um hituna. 31.12.2004 00:01
Ár fjölmiðlafrumvarpsins Stjórnmálaspekingar fjölmiðlanna eru á einu máli um að fjölmiðlafrumvarpið hafi verið helsta málið í íslenskri pólitík á árinu. Sínum augum lítur þó hver silfrið. </font /></b /> 31.12.2004 00:01
Dramatískt ár Davíðs Langflestir stjórnmálaspekinganna sem Fréttablaðið ræddi við nefndu Davíð Oddsson þegar spurt var um hver stæði upp úr í íslenskum stjórnmálum á árinu. Ólafur Teitur Guðnason segir: "Davíð Oddsson, sem mætti gífurlegu andstreymi vegna fjölmiðlalaganna og einnig vegna Íraksmálsins en hefur þrátt fyrir það sterka stöðu nú í árslok. Þetta hefðu fáir leikið eftir." 31.12.2004 00:01
Fylgislaus á hátindi ferilsins Halldór Ásgrímsson er á hátindi ferils síns, orðinn forsætisráðherra þrjátíu árum eftir að hann settist á þing og rúmum tuttugu árum eftir að hann settist fyrst í ríkisstjórn. "Halldór er fylgislaus forsætisráðherra. Hefur átt í miklum vandræðum með Íraksmálið og hrakist úr einu horni í annað með það" segir Egill Helgason. 31.12.2004 00:01
Tapað fundið Guðjón A. Kristjánsson og Frjálslyndi flokkurinn ganga sífellt betur í takt við vinstri flokkana í stjórnarandstöðu. "Maður hefur stundum þurft að klípa sig í kinnina til að muna að Addi Kidda Gau hafi einhvern tímann verið í Sjálfstæðisflokknum. 31.12.2004 00:01
Gungu og drusluárið Stjórnmálaskýrendur virðast almennt sammála um að Steingrímur J. Sigfússon hafi spólað í sömu förunum 2004 og áður. 31.12.2004 00:01
Spurt um trúverðugleika Össur Skarphéðinsson þykir koma frekar vel út úr árinu 2004 - innan Samfylkingarinnar að minnsta kosti: "Össur hefur frekar styrkt stöðu sína en hitt, það er að segja í valdabaráttu við Ingibjörgu Sólrúnu. Út á við er alltaf spurning um trúverðugleika hans. 31.12.2004 00:01
Gamalmenni í peysufötum Árið 2004 var ekki ár nýliða í íslenskum stjórnmálum: "Athyglisverðustu nýliðarnir í pólitík eru kannski öll þessi kinnarjóðu, gagnrýnislausu, bústnu gamalmenni úr öllum flokkum sem hafa sest á þing, í peysufötunum sínum, í krafti þess að þau séu fulltrúar ungu kynslóðarinnar", segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. 31.12.2004 00:01
Axarskaft ársins: Dijon-sinnep Fjölmiðlafrumvarpið nefna flestir sem axarskaft ársins en fast á hæla þess koma mál friðargæslunnar. 31.12.2004 00:01
Höfuðkúpubrotnaði á veitingastað Kalrmaður liggur höfuðkúpubrotinn á gjörgæsludeild Landspítalans eftir að hann, ásamt konu, féll niður stiga á veitingastað í miðborginni í nótt. Hann er þungt haldinn en ekki er vitað hvernig slysið varð. Konan slapp lítið meidd. 31.12.2004 00:01
Búist við ofsaveðri Gert er ráð fyrir suðvestan og vestan ofsaveðri, eða 23-28 metrum á sekúndu, á Suður- og Vesturlandi um tíma síðdegis að sögn Veðurstofunnar. Búist er við að veðrið bresti á á tímabilinu frá klukkan 16 til 18 og að það muni vara í eina til tvær klukkustundir með ofankomu og slæmu skyggni. 31.12.2004 00:01
Skoteldar tendraðir með varúð Búist er við stormi á Suður- og Vesturlandi síðdegis. Óskar Bjartmarz, varðstjóri hjá lögreglunni í Reykjavík, biður fólk að fara að reglum um meðferð skotelda og hafa aðstæður í huga. Uppgötvast hefur að Landsbjörg hefur selt eitthvað af gölluðum flugeldum sem fólk er beðið að skila sem fyrst. 31.12.2004 00:01
Nýr kjarasamningur undirritaður Félag tónlistarskólakennara og Félag íslenskra hljómlistarmanna og Launanefnd sveitarfélaga undirrituðu nýjan kjarasamning í húsakynnum ríkissáttasemjara um klukkan ellefu í gærkvöldi. Kjarasamningurinn hefur gildistíma til 30. september 2006. 31.12.2004 00:01
Sjúkraflugi fjölgar mjög Farin hafa verið 300 sjúkraflug frá Akureyri í ár sem er tuttugu og níu fleiri sjúkraflug en í fyrra og 112 fleiri en árið þar áður. Flugfélag Íslands annast sjúkraflug frá Akureyri en slökkviliðið leggur til sjúkraflutningamenn og læknar koma frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þjónustusvæðið nær yfir allt norðanvert landið og allt til Grænlands. 31.12.2004 00:01
Flytja Svía og Norðmenn frá Asíu Íslensk stjórnvöld hafa boðist til að aðstoða við að koma slösuðum Svíum og Norðmönnum frá Asíu til síns heima eða á sjúkrahús. Íslenskt hjálparlið er í viðbragðsstöðu til að halda utan. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra ræddi í gær við Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, vegna náttúruhamfaranna í Asíu. 31.12.2004 00:01
Ný úrskurðarnefnd um upplýsingamál Forsætisráðherra hefur skipað í úrskurðarnefnd um upplýsingamál til næstu fjögurra ára. Nefndarmenn verða Páll S. Hreinsson prófessor sem jafnframt verður formaður nefndarinnar, Friðgeir Björnsson héraðsdómari og Sigurveig Jónsdóttir blaðamaður. 31.12.2004 00:01
Geymdi þýfið í kjallaranum Brotist var inn í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti í gærkvöldi og þaðan stolið ýmsum raftækjum og skartgripum. Við nánari athugun lögreglu fannst þýfið falið í kjallara í stigagangi hússins og er talið að þjófurinn hafi ætlað að vitja þess síðar. Hann gerði það hins vegar ekki í nótt og er því ófundinn. 31.12.2004 00:01
Gæsluvarðhald vegna smygls á fólki Karl og kona, bæði ættuð frá Eþíópíu, og Eþíópíumaður sem var fylgdarmaður þeirra með fullgilt sænskt vegabréf, voru í gær úrskurðuð í gæsluvarðhand vegna gruns um að fylgdarmaðurinn hafi ætlað að smygla hinum tveimur til Bandaríkjanna. Þau voru bæði með sænsk vegabréf sem að öllum líkindum eru stolin eða fölsuð. 31.12.2004 00:01
Aðeins tveir togarar á veiðum Nokkur flutningaskip verða á sjó eða í erlendum höfnum um áramótin og aðeins tveir togarar verða að veiðum. Áhafnir þeirra ætla að selja aflann í Bretlandi og Þýskalandi fljótlega upp úr áramótum en á þeim tíma fæst jafnan hátt verð því þarlendir eru sólgnir í fisk eftir kjötmáltíðir jólanna. 31.12.2004 00:01
Engar brennur í kvöld Það verður ekki leyft að kveikja í neinum áramótabrennum í Reykjavík, Kópavogi eða Hafnarfirði í kvöld og er sú ákvörðun endanleg. Miðað við þessa ákvörðun verður kveikt í áramótabálköstunum á morgun. 31.12.2004 00:01
Ekkert ákveðið um frekari aðstoð Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að ákvörðun um frekari fjárhagsaðstoð íslenskra stjórnvalda vegna flóðanna við Indlandshaf verði tekin í byrjun nýs árs. Þegar hefur verið safnað tugum milljóna hér á landi. Ríkisstjórnin hefur boðið Norðurlöndunum aðstoð við að flytja slasaða frá hamfarasvæðunum. 31.12.2004 00:01
Engin brenna á Seyðisfirði Búið er aflýsa brennu og flugeldasýningu sem vera átti á Seyðisfirði í kvöld. Að sögn Tryggva Harðarsonar bæjarstjóra var sú ákvörðun tekin vegna þess afleita veðurs sem spáð er að verði á Seyðisfirði og víðar á Austurlandi í kvöld. 31.12.2004 00:01
Engin brenna við Eyjafjörð Öll leyfi fyrir brennum á Eyjafjarðarsvæðinu í kvöld hafa verið afturkölluð vegna veðurs að sögn lögreglunnar á Akureyri. Brennan og flugeldasýningin sem vera áttu við Réttarhvamm verða haldnar á morgun klukkan 20.30. Engar áramótabrennur verða heldur í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði eða Seyðisfirði. 31.12.2004 00:01
Gölluð flugeldategund innkölluð Landsbjörg og lögreglan hafa innkallað eina tegund flugelda vegna galla. Mikil sala hefur verið á skoteldum en lögreglan biður forráðamenn barna og unglinga að gæta vel að því að þeir séu ekki að nota flugeldana á annan hátt en ætlast er til. Tvö alvarleg slys urðu í gær þegar skoteldar voru teknir í sundur. 31.12.2004 00:01
Ofsaveður um tíma á landinu Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur spáir ofsaveðri, eða 23-28 metrum á sekúndu, suðvestanlands síðdegis og um norðaustanvert landið í kvöld. Í slíku veðri getur verið hættulegt að vera úti við, lausir hlutir taka að fjúka og skemmdir geta orðið á föstum hlutum. 31.12.2004 00:01
Bólusetning engin trygging Mjög skæð inflúensa herjar nú á landsmenn og er víst að margir liggja í bælinu á milli jóla og nýárs. Þúsundir Íslendinga létu bólusetja sig í haust en í mörgum tilvikum dugar það ekki til, bólusettir leggjast samt í flensu. 30.12.2004 00:01
Metár í fjölda fíkniefnabrota Lögregla og tollayfirvöld tóku mun meira magn af amfetamíni og kókaíni heldur en í fyrra og síðustu ár þar á undan. </font /></b /> 30.12.2004 00:01
Aukafundur vegna uppsagnar Bankaráð Íslandsbanka hefur verið boðað til aukafundar, eftir að Bjarni Ármannsson forstjóri bankans rak staðgengil sinn og aðstoðarforstjóra, Jón Þórisson, úr starfi í gær, en hann hætti þegar í stað. Ástæðan var sögð óbrúanlegur ágreiningur á milli þeirar tveggja. 30.12.2004 00:01
Snjóflóð úr Ólafsfjarðarmúla Snjóflóð féll úr Ólafsfjarðarmúla um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og lokaði veginum. Engin var á ferð um veginn þegar það féll og ruddu Vegagerðarmenn veginn í gærkvöldi. Upp úr hádegi í gær féllu nokkur snjóflóð á vegina um Óshlíð og á Súðavíkurveg við Ísafjarðardjúp og voru vegirnir ekki opnaðir á ný fyrr en á sjötta tímanum 30.12.2004 00:01
Brunaði á sleða framan á bíl Fimm ára stúlka fékk heilahristing þegar hún brunaði á sleða framan á bíl, sem ekið var eftir Seljalandsvegi á Ísafirði um átta leitið í gærkvöldi. Hún var þegar flutt á sjúkrahúsið en reyndist ekki meidd að öðru leiti. Hún var látin gista á sjúkrahúsinu í nótt til öryggis. 30.12.2004 00:01
Stálu áfengi til skemmtanahalds Lögreglan á Selfossi handtók sjö ungmenni í gær, grunuð um innbrot í þjónustumiðstöð Gesthúsa í bænum, þaðan sem fjórum kössum af bjór og fjörutíu áfengisflöskum var stolið. Í ljós kom að fyrst var brotist þar inn til að sækja vínföng í teiti, sem fólkið var í, og síðan var sótt meira eftir því sem á nóttina leið. 30.12.2004 00:01
Dæmdur fyrir samræði við tólf ára Ágúst Fannar Ágústsson hefur verið dæmdur í árs fangelsi fyrir samræði við tólf ára telpu sem var gestkomandi á heimili Ágústs á Akureyri í desember 2002. Hann var þá tvítugur að aldri. Ágúst hefur áður verið dæmdur fyrir að ganga í skrokk á kærustu sinni sem neitaði að fara fyrir hann út í sjoppu. 30.12.2004 00:01
Íslendingar leggi sitt af mörkum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs telur einboðið að Íslendingar leggi með myndarlegum hætti sitt af mörkum til hjálpastarfs og síðan uppbyggingar á hamfarasvæðunum í Suðaustur-Asíu. Flokkurinn segir Íslendinga þekkja af eigin raun þær fórnir sem sambúð við óblíð náttúruöfl geti kostað. 30.12.2004 00:01
2 Íslendingar komnir í leitirnar Tveir þeirra tíu íslendinga sem átti eftir að staðsetja eftir flóðin á Indlandshafi eru komnir í leitirnar en eitt nafn í viðbót er komið á listann. Þannig á enn eftir að staðsetja níu íslendinga á flóðasvæðunum. Íslenskt par sem statt var í grennd við Bangkok er nú komið í leitirnar en enn er leitað að öðru íslensku pari með barn. 30.12.2004 00:01
Styðja ákvörðunina Meirihluti bankaráðs Íslandsbanka styður þá ákvörðun Bjarna Ármannssonar forstjóra bankans, að reka Jón Þórisson, staðgengil sinn, eins og hann gerði í gær. Um leið og fréttist af brottrekstrinum var gerð sú krafa að banakráð yrði kallað saman til aukafundar vegna málsins. Hann hófst klukkan hálftíu í morgun og stóð í röska klukkustund. 30.12.2004 00:01
5 milljónir allt of lág upphæð Vinstri grænir segja fimm milljónir, sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita til hjálparstarfsins á hamfarasvæðunum, allt of litla upphæð, miðað við að þetta séu einhverjar mestu hörmungar sögunnar. Þeir skora á stjórnvöld að veita minnst þrjú hundruð milljónum króna til hjálparstarfsins. 30.12.2004 00:01
Ekki vitað um snjóflóð í nótt Ekki er vitað til þess að nein snjóflóð hafi fallið í nótt eftir að flóð féll úr Ólafsfjarðarmúla um kvöldmatarleitið í gærkvöldi og lokaði veginum. Engin var þar á ferð þegar það féll og ruddu Vegagerðarmenn veginn í gærkvöldi. 30.12.2004 00:01
Mengunarslys rannsakað Lögreglan á Patreksfirði rannsakar nú mengunarslys sem varð í höfninni þar í gærkvöldi, en tildrög þess eru með öllu ókunn. Menn urðu þess fyrst varir að ekki var allt með felldu, þegar megnan díselolíufnyk lagði með hægum andvara inn yfir bæinn. Við athugun kom í ljós að talsvert var af olíu í höfninni. 30.12.2004 00:01
Ólátabelgir dregnir til ábyrgðar Bæjarráð Grindavíkur ákvað á fundi sínum í gær að leita leiða til að draga þá menn til ábyrgðar sem stóðu fyrir ólátum sem urðu í bænum á jóladag. Sem kunnugt er var kveikt í áramótabrennu bæjarins í miklum skrílslátum sem brutust þar út. 30.12.2004 00:01