Innlent

Metboð í blokkarlóðir

Rúmlega 200 milljónir króna voru boðnar í byggingarrétt á þrjátíu íbúðum í tveimur blokkum í Bjarkarási í Garðabæ í gær. Það þýðir tæplega 6,7 milljónir á íbúð. Hæsta tilboð átti Fasteignafélagið Hlíð, sem er í eigu Frjálsa fjárfestingabankans. Bankinn átti einnig næst hæsta tilboðið upp á rúmar 175 milljónir króna. 49 tilboð bárust í lóðirnar. Það lægsta tæpar 72 milljónir. Um miðjan desember vakti hátt verð í lóðarétt á Norðurbakka í Hafnarfirði athygli. Eykt bauð þá 261 milljón í 79 íbúðir, sem er um 3,3 milljónir á íbúð, um helmingi lægra en í lóðirnar nú. Um mitt ár í fyrra hljóðaði tilboð í blokkaríbúðir í Norðlingaholti í Reykjavík hátt á þriðju milljón króna á íbúð



Fleiri fréttir

Sjá meira


×